KS-Meistara- deild Norður- lands hitar upp

KS-Meistaradeild Norðurlands hóf göngu sína í fyrra í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og blæs nú til leiks í annað sinn. Flestir af bestu knöpum Norðurlands tóku þátt í fyrra, þar með taldir knapar úr Eyjafirði.KS-Meistaradeild Norðurlands hóf göngu sína í fyrra í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og blæs nú til leiks í annað sinn. Flestir af bestu knöpum Norðurlands tóku þátt í fyrra, þar með taldir knapar úr Eyjafirði.

KS-Meistaradeild Norðurlands hóf göngu sína í fyrra í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og blæs nú til leiks í annað sinn. Flestir af bestu knöpum Norðurlands tóku þátt í fyrra, þar með taldir knapar úr Eyjafirði.

Áhugi fyrir þátttöku er ekki minni nú, enda hefur verðlaunafé verið hækkað til muna. Kaupfélag Skagafjarðar er eini styrkaraðili deildarinnar, eins og nafnið gefur til kynna. Það eru Eyþór Jónasson  og Guðmundur Sveinsson sem eru upphafsmenn að KS-Meistaradeildinni og eru aðal umsjónarmenn hennar.

Eyþór segir að allir knaparnir tólf sem unnu sér áframhaldandi þátttökurétt í fyrra ætli að taka þátt í vetur, nema Eyrún Ýr Pálsdóttir á Flugumýri II, sem er í verknámi á Suðurlandi. Einnig séu ýmsir þekktir knapar að íhuga að taka þátt í úrtöku fyrir deildina. Má þar nefna Tryggja Björnsson á Blönduósi, Björn Jónsson og Arndísi Björk Brynjólfsdóttur á Vatnsleysu, Elvar Einarsson á Skörðugili, og Árna Björn Pálsson og Silvíu Sigurbjörnsdóttir, sem nú eru við nám á Hólaskóla.

Keppnisdagar í vetur eru eftirtaldir:

18. febrúar. Fjórgangur 
4. mars: Tölt
18. mars: Fimmgangur
1. apríl: Smali og skeið

Úrtakan verður haldin 28.janúar og verður keppt í fjórgangi og fimmgangi.
Skrá skal þátttöku fyrir sunnudaginn 25. janúar hjá Eyþóri í síma 848-2725.


Eftirfarandi eru þau 12 efstu í stigakeppni KS-Meistaradeildarinnar 2008, sem unnu sér þar með þátttökurétt í KS deildinni 2009:

1.    Mette Mannseth 31.5 stig.
2.    Þórarinn Eymundsson 29 stig.
3.    Bjarni Jónasson 26 stig.
4.    Sölvi Sigurðarson 25 stig.
5.    Ísólfur Líndal 19.5 stig.
6.    Magnús B. Magnússon 16 stig.
7.    Stefán Friðgeirsson 10 stig.
8.    Ólafur Magnússon 10 stig.
9.    Barbara Wenzl 7 stig.
10.    Eyrún Ýr Pálsdóttir 5 stig.
11.    Skapti Steinbjörnsson 4.5 stig.
12.    Þorbjörn H. Matthiasson 4.5 stig.

Á myndinni er Mette Mannseth á Baugi frá Víðinesi. Hún varð stigahæsti keppandi KS-Deildarinnar í fyrra.