Jökulsá á Breiðmerkursandi sundriðin

Jökuls á sigruð.
Jökuls á sigruð.
Hermann Árnason og félagar unnu frækilegt afrek í dag, eða öllu heldur síðastliðna nótt, er þeir sundriðu Jökulsá á Breiðamerkursandi. Áin hefur ekki verið sundriðin áður í manna minnum, allavega ekki eftir að farvegur hennar komst í þá mynd sem hann er nú. Yfirleitt var farið fyrir hana á jökli, eða hestar voru teymdir yfir á ferjubát. Hermann Árnason og félagar unnu frækilegt afrek í dag, eða öllu heldur síðastliðna nótt, er þeir sundriðu Jökulsá á Breiðamerkursandi. Áin hefur ekki verið sundriðin áður í manna minnum, allavega ekki eftir að farvegur hennar komst í þá mynd sem hann er nú. Yfirleitt var farið fyrir hana á jökli, eða hestar voru teymdir yfir á ferjubát.

Hinir hugdjörfu kappar auk Hermanns voru bróðir hans Oddur Árnason, föðurbróðir hans Jón Þorsteinsson, Gunnar Björnsson á Selfossi, Sævar Kristjánsson, Kristinn á Ketilvöllum og Haraldur Þórarinsson á Laugardælum, formaður LH.

Kapparnir sættu lagi á fallaskiptum, en aðeins fáir tugir metra eru niður að flæðamáli og mikill straumur í ánni með sjávarföllum. Liggjandinn stóð mjög stutt, aðeins fimm til tíu mínútur, og mátti ekki tæpara standa. Útfall var þegar byrjað af nokkrum krafti áður en fyrsti hestur náði landi og jakahröngl byrjað að berast niður ána að hestunum.

Beygur var í áhorfendum sem fylgdust með sundinu, enda vissi enginn hverju hann átti von á. Íslenski hesturinn hefur hins vegar engu glatað af hetjuskap og þreki. Það er greinilega til staðar þegar á reynir. Það ríkti mikill fögnuður og sigurgleði í hópnum þegar bæði menn og hestar voru allir komnir heilu og höldnu í land.