Hvað mætir Jói Skúla með í töltið á Þeir allra sterkustu?

Jóhann Rúnar Skúlason mætir í töltið á "Þeir allra sterkustu". Jói er margfaldur heimsmeistari í tölti og nú er bara að sjá hvaða gæðing hann teflir til leiks en hann er ekki vanur að mæta nema til að sigra.

Láttu ekki þennan stórviðburð fram hjá þér fara!

Forsala aðgöngumiða er í Líflandi og Baldvini og Þorvaldi Selfossi. Miðaverð er kr. 3500.

Fylgstu með Þeim allra sterkustu á facebook