Hjá Dísu í Undralandi

Séð yfir mótssvæðið í Brunnadern. Ljósm:JE
Séð yfir mótssvæðið í Brunnadern. Ljósm:JE
Jens Einarsson: Mótssvæðið í Brunnadern í Sviss er áreiðanlega það fallegasta sem hýst hefur heimsmeistaramót íslenskra hesta til þessa. Umhverfinu er varla hægt að lýsa öðruvísi en það sé eins og klippt út úr góðri myndasögu fyrir börn. Jens Einarsson: Mótssvæðið í Brunnadern í Sviss er áreiðanlega það fallegasta sem hýst hefur heimsmeistaramót íslenskra hesta til þessa. Umhverfinu er varla hægt að lýsa öðruvísi en það sé eins og klippt út úr góðri myndasögu fyrir börn.

Ekkert vantar heldur upp á umgjörðina af mannavöldum. Svisslendingar hafa lagt mikið upp úr að gera svæðið sem best úr garði, bæði fyrir augað og hinn praktíska þátt. Mörg tjöld er á svæðinu, sem sum hver eru notuð fyrir fjölleikasýningar. Er útlit þeirra í stíl við það og setur það ævintýralega blæ á mótsvæðið. Keppnisvöllurinn, sölutjöld og hreinlætisaðstaða eru knöppuð á litlu svæði, en tjaldstæðin fjær.

Frábær kostur við keppnisvöllinn er að skeiðbrautin og kynbótabrautin er sú saman, og hún liggur meðfram hringvellinum. Áhorfendur þurfa því aldrei að færa sig úr sætum sínum eins og verið hefur á flestum, ef ekki öllum, HM fram að þessu. Íslensku knaparnir eru yfir sig ánægðir með aðstöðuna fyrir hrossin og segja hana aldrei hafa verið eins góða. Ekki sé hægt að kvarta yfir neinu.