Fyrirlestur og sýnikennsla

Sunnudaginn 6. febrúar n.k. munu Sigurður Sigurðarson og Erlingur Erlingsson mæta að Sörlastöðum í Hafnarfirði og vera með fyrirlestur og sýnikennslu. Sunnudaginn 6. febrúar n.k. munu Sigurður Sigurðarson og Erlingur Erlingsson mæta að Sörlastöðum í Hafnarfirði og vera með fyrirlestur og sýnikennslu.

Ekki þarf að kynna þessa kappa fyrir okkur hestamönnum, þeir eru meðal okkar fremstu reiðmanna til fjölda ára. Þeir félagarnir munu byrja á fyrirlestri og síðan færa sig í reiðhöllina og sýna okkur í verki á hestum sínum þau atriði sem þeir leggja ofuráherslu á í sinni reiðmennsku, einnig munu nemendur frá þeim koma fram og munu þeir útskýra hvernig þeir leysa hin ýmsu vandamál.

Þetta er viðburður sem enginn má láta framhjá sér fara.

Staður : Sörlastaðir Hafnarfirði
Dagur : Sunnudagur 6. febrúar
Tími : 13:00 til 16:00
Aðgangseyrir : 1200 kr

Fræðslunefnd Sörla