Fréttatilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu

Þriðjudaginn 15. júní 2010, samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaráætlun sem felur í sér að Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eru tryggðar kr. 15.710.000 til sérstakrar rannsóknaráætlunar sem felst í að greina orsök sjúkdómsins; smitandi hósti í hrossum sem lagst hefur á íslenska hrossastofninn undanfarna mánuði, greina uppruna hans, kortleggja smitdreifingu og varpa ljósi á eðli sjúkdómsins og þætti sem hafa áhrif á alvarleika hans. Þriðjudaginn 15. júní 2010, samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaráætlun sem felur í sér að Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eru tryggðar kr. 15.710.000 til sérstakrar rannsóknaráætlunar sem felst í að greina orsök sjúkdómsins; smitandi hósti í hrossum sem lagst hefur á íslenska hrossastofninn undanfarna mánuði, greina uppruna hans, kortleggja smitdreifingu og varpa ljósi á eðli sjúkdómsins og þætti sem hafa áhrif á alvarleika hans. Þessu tengist faraldsfræðirannsókn sem Matvælastofnun mun hafa forgöngu um og mótun sérstakrar sóttvarnaáætlunar til að efla varnir gegn því að smitsjúkdómar berist til landsins, gefa út sértækar leiðbeiningsar um smitvarnir vegna smitandi hósta í hrossum og framkvæma úttekt á smitvörnum almennt í hrossahaldi, einkum þó þar sem ný tækni við þjálfun hrossa hefur rutt sér til rúms. Endurskoða viðbragsáætlanir og skerpa á tilkynningarskyldu dýralækna og hrossaeigenda og hraða vinnu við gerð sjúkdómaskráningakerfis. Til verkefna þeirra sem Matvælastofnun mun hafa forgöngu um eru henni tryggðar kr. 3.450.000.

Hvað stöðu Landsmóts ehf. varðar hefur verið komið á viðræðum á milli forsvarsmanna félagsins, Framleiðnisjóðs landbúnaðarains og Byggðastofnunar og hafa þær fengið jákvæða framvindu.

Aðgerðir þessar er í fullu samræmi við samþykkt frá fundi sem forystumenn og málsvarar innan hrossaræktarinnar, hestamennskunnar og hestatengdrar starfsemi tóku þátt í og var haldinn 31. maí 2010. Á fundinum áttu eftirfarandi aðilar fulltrúa: Landssamband hestamannafélaga, Bændasamtök Íslands, Félag hrossabænda, Félag tamningamanna, Landsmót ehf., framkvæmdanefnd LM10 á Vindheimamelum, hrossaútflytjendur, sýninga- og keppnisknapar, hestatengd ferðaþjónusta, leiðbeiningaþjónustan, Matvælastofnun, starfandi dýralæknar og Tilraunastöðin að Keldum. Boðun til fundarins og fundarstjórn var í höndum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Sömu aðilar höfðu áður komið saman til fundar tíu dögum fyrr, sjá frétt þar að lútandi.

Ályktun frá fundi forystumanna og málsvara innan hrossaræktar og hestamennsku:

Vegna smitandi hósta í hrossum var haldinn fundur hagsmunaaðila í hestamennsku og hrossarækt ásamt yfirvöldum dýralæknamála, starfandi dýralæknum og fulltrúum leiðbeiningaþjónustu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Fundurinn var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 31. maí 2010 og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Fundurinn samþykkir að fresta Landsmóti hestamanna sem fram átti að fara á Vindheimamelum í Skagafirði 27. júní til 4. júlí í sumar.
Fundurinn beinir því jafnframt til stjórna Landssambands hestamannafélaga (LH) og Bændasamtaka Íslands (BÍ) að þær vinni að því í góðu samstarfi við Alþjóðasamtök Íslandshestafélaga (FEIF) að mótið verði haldið árið 2011 á Vindheimamelum í Skagafirði.
Jafnframt skorar fundurinn á áður nefnd samtök að endurskoða sýninga- og keppnishald næstu mánaða þannig að öll hross sem stefnt var með í dóma,  sýningar og keppni á árinu eigi þann möguleika.

Fundurinn skorar á Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum að rannsakaður verði til hlítar sá smitandi hósti sem nú herjar á íslenska hrossastofninn. Leita þarf allra leiða til að greina eðli og uppruna sjúkdómsins svo og hvort eitthvað það í hrossahaldi landsmanna sé þess valdandi að erfiðara sé að fást við þá stöðu sem upp er komin en ella. Sett verði fram skipuleg sóttvarnaráætlun til að fyrirbyggja að smitsjúkdómar nái hér bólfestu í framtíðinni.
Fyrir liggur að rannsóknir þær og aðgerðir sem grípa þarf til eru mjög kostnaðarsamar. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að tryggja Matvælastofnun og Tilraunastöðinni að Keldum nægjanlegt fjármagn til allra þeirra aðgerða sem grípa þarf til.

Ljóst er að fjárhagslegt tjón hrossaræktenda, hestaíþróttarinnar og annarrar hestatengdrar starfsemi auk ferðaþjónustu er þegar orðið gífurlegt. Þá hefur Landsmót hestamanna ehf. einnig orðið fyrir miklum skakkaföllum, því er afar brýnt að stjórnvöld tryggi fjárhagslegan grunn landsmótshalds til framtíðar.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu,
16. júní 2010