Framlengd skráning á meistaradeild UMFÍ og LH

Framlengdur hefur verið skráningarfrestur á fyrsta mót meistaradeildar UMFÍ og LH. Hægt er að skrá sig til leiks á netfanginu: torri@thvottur.is þar til kl. 23:00 í kvöld, fimmtudaginn 10.febrúar. Framlengdur hefur verið skráningarfrestur á fyrsta mót meistaradeildar UMFÍ og LH. Hægt er að skrá sig til leiks á netfanginu: torri@thvottur.is þar til kl. 23:00 í kvöld, fimmtudaginn 10.febrúar.

Mótið verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 12. febrúar og verður keppt í fjórgangi og T2. Mótið er opið öllum unglingum og ungmennum 14 til 21 árs.

Greiða þarf við skráningu, skráningargjald er kr 2.000 á grein. Leggja þarf inn á:
Reikning:0338-26-301646
Kennitala:020455-3659

Ráslistar verða birtir e.h. á föstudag.

Aðeins er hægt að skrá 1 hest í hvora grein. Riðin verða A og B úrslit.

Þetta mót er tilvalið að fyrir þá sem vilja spreyta sig á að ríða meistaraprógramm, það er 1 inná í einu í fjórgang en 3 í tölti T2.
Einnig viljum við hvetja hestaáhugafólk að koma og fylgjast með stórskemmtilegri keppni.