Frá vígslu Mánahallarinnar

Reiðhöll Mána í Keflavík, Mánahöllin, var vígð um helgina. Um 300 gestir voru við vígsluna. Nokkur létt sýningaratriði voru á dagskrá og síðan var boðið upp á veitingar eins og hver gat í sig látið. Reiðhöll Mána í Keflavík, Mánahöllin, var vígð um helgina. Um 300 gestir voru við vígsluna. Nokkur létt sýningaratriði voru á dagskrá og síðan var boðið upp á veitingar eins og hver gat í sig látið.

Frétt frá Mána í Keflavík:

Dagskráin byrjaði um hálf átta leytið en þá reið byggingarnefndin inn og Gunnar Eyjólfsson stiklaði á stóru í byggingarsögunni um leið og hann minntist á að kostnaður vegna byggingarinnar er kominn í 80 milljónir og aðeins skuld uppá 2.4 milljónir sem hlýtur að teljast kraftaverk í þessu efnahagsástandi sem nú er, en greinilegt að hafist var handa við verkefnið á hárréttum tíma .
Gunnar afhenti Guðbergi Reynissyni formanni félagsins siðan lykil að höllinni, og Guðbergur þakkaði byggingarnefnd fyrir vel unnin störf síðustu 3 ár tæp og skálaði fyrir nefndinni og í leiðinni öllum félögum Mána, en hann staðhæfði að velflestir ef ekki allir félagsmenn Mána hefðu komið á einhvern hátt að þessu stærsta verkefni félagsins síðustu ár.

Böðvar Jónsson ávarpaði samkomuna fyrir hönd Reykjanesbæjar og lofaði allt það sjálboðaliðastarf sem félagsmenn hafa innt af hendi en kostnaðurinn hefði orðið tvöfaldur ef ekki hefði samvinnan innan félagsins verið eins og raun bar vitni, við þetta tilefni færði hann Guðbergi formanni að gjöf 500.000 frá Manngildissjóði Reykjanesbæjar til þess að minnka skuldina en fyrr um daginn hafði einn félagsmaður gefið jafnvirði 400.000 inn á skuldina.

Á eftir Böðvari stigu í pontu Jóhann B Magnússon formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Haraldur Þórarinsson Formaður Landssambands Hestamanna og Arnar Bjarni Eiríksson framkvæmdastjóri Landstólpa.

Jón Olsen stýrði samkomunni af sinni alkunnu snilld en eftir ræðuhöldin gaf að líta brot af glæsilegum æskulýð hestamannafélagsins þar sem   systkynin Ásmundur Ernir og Jóhanna Margrét stálu senunni , séra Baldur vígði húsið með hjálp yngstu barnanna okkar og Fet búið sýndi glæsilega sýningu, en tromp kvöldsins var óneitanlega parið glæsilega Erlingur og Álfur með frábæra sýningu, Kvennadeild Mána bauð svo upp á léttar veitingar að lokinni dagskrá og fjörið hélt áfram fram á rauða nótt.

Allir voru sammála um að þetta hafi verið hin mesta skemmtun en gleði og hlátur einkenndi kvöldið og borist hefur í tal að reiðhöllin skyldi vígð aftur á næsta ári.

Sjáðu fleiri myndir frá vígslunni HÉR.