Stóðhestavelta landsliðsins - 10 næstu hestar

Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í Samskipahöllinni í Spretti laugardagskvöldið 1. maí nk.

Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala hefst kl. 12.00 föstudaginn 30. apríl í vefverslun LH. Miðaverð er 45.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Atlas frá Hjallanesi 
Atlas er hæst dæmda afkvæmi Spuna frá Vesturkoti og hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt og 9,5 fyrir stökk. Myndband af Atlasi

Heiður frá Eystra-Fróðholti
Heiður hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, samræmi, fótagerð og hófa. Myndband af Heiðri 

Leynir frá Garðshorni
Leynir var hæst dæmdi 4ra vetra stóðhesturinn árið 2019 með 8,70 fyrir hæfileika og hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn árið 2020 með 8,88 fyrir hæfileika. Hann hefur hlotið í hæfileikadómi 9,5 fyrir samstarfsvilja, 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið og fegurð í reið. Myndband af Leyni 

Safír frá Mosfellsbæ 
Safír hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir brokk, 9,5 fyrir fegurð í reið og fet og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk, höfuð, háls/herðar/bóga og samræmi. Myndband af Safír

Seðill frá Árbæ
Seðill hefur hlotið 8,61 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga og hófa og 8,35 fyrir hæfileika, 8,5 fyrir alla þætti hæfileikdóms nema skeið. Myndband af Seðli

Sigur frá Stóra-Vatnsskarði
Sigur hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Hann hefur einnig átt velgengni að fagna á keppnisvellinum. Myndband af Sigri

Þröstur frá Kolsholti
Þröstur er ungur og upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og 9,0 fyrir fegurð í reið. Myndband af Þresti

Útherji frá Blesastöðum
Útherji er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag í kynbótadómi. Myndband af Útherja

Tumi frá Jarðbrú 
Tumi hefur hlotið í kynbótadómi fyrir sköpulag 8,56 og fyrir hæfileika 8,63, þar af 9 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og bak og lend. Myndband af Tuma

Hervar frá Innri-Skeljabrekku 
Hervar hefur hlotið 8,74 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir bak og lend, samræmi, hófa og prúleika og 8,25 fyrir hæfileika, 8,5 fyrir tölt, skeið, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Hervari