Einar Ragnarsson yfirdómari á HM2009

Einar Ragnarsson, hestaíþróttadómari með meiru, verður yfirdómari á HM2009 í Sviss. Það verður í þriðja sinn sem Einar er yfirdómari á heimsmeistaramótum. Áður á HM2003 og HM2007.Einar Ragnarsson, hestaíþróttadómari með meiru, verður yfirdómari á HM2009 í Sviss. Það verður í þriðja sinn sem Einar er yfirdómari á heimsmeistaramótum. Áður á HM2003 og HM2007.Einar Ragnarsson, hestaíþróttadómari með meiru, verður yfirdómari á HM2009 í Sviss. Það verður í þriðja sinn sem Einar er yfirdómari á heimsmeistaramótum. Áður á HM2003 og HM2007.

Alls hefur Einar dæmt á fjórum heimsmeistaramótum, fyrst á HM1999 í Rieden í Þýskalandi. Hann er alþjóðlegur dómari frá árinu 1996 en byrjaði að dæma hér heima 1991. Yfirdómari er valinn þannig að hvert FEIF land tilnefnir kandidata í embættið. Stjórn FEIF velur síðan yfirdómarann eftir ábendingu frá Sportnefnd FEIF.

„Þetta er óneitanlega mikið traust sem mér er sýnt. Ég vona að það sé vegna minna fyrri starfa; að maður hafi gert eitthvað rétt,“ segir Einar. Þess má geta að Einar er þessa dagana að flytja búferlum til Austurríkis. Hann segist ekkert vita um hvort eða hvenær hann flytur aftur til Íslands.