Bruno Podlech látinn

Bruno Podlech kynnir nýjar víddir í reiðmennsku á HM2007.
Bruno Podlech kynnir nýjar víddir í reiðmennsku á HM2007.
Hinn þekkti hestamaður Bruno Podlech í Þýskalandi lést í morgun. Banamein hans var krabbamein. Bruno varð fyrst kunnur íslenskum hestamönnum þegar hann varð Evrópumeistari í tölti á Stjarna frá Svignaskarði á EM 1972 í St. Moritz í Sviss. Hinn þekkti hestamaður Bruno Podlech í Þýskalandi lést í morgun. Banamein hans var krabbamein. Bruno varð fyrst kunnur íslenskum hestamönnum þegar hann varð Evrópumeistari í tölti á Stjarna frá Svignaskarði á EM 1972 í St. Moritz í Sviss.

Bruno hefur í 30 ár, ásamt konu sinni Helgu, rekið hestamiðstöðina og hrossaræktarbúið Wiesenhof, sem er eitt stærsta hrossaræktarbú í Þýskalandi og í Evrópu, með yfir 300 ræktunarhross. Synir þeirra Markus og Bernhard starfa einnig við búið. Einn aðal stóðhestur á Wiesenhof til margra ára er hinn mikli vilja- og ganghestur Gustur frá Grund, sem Bruno keypti hér á Íslandi og flutti út til Þýskalands.

Á hestamannsævi sinni hafði Bruno mikil áhrif, bæði á reiðmennsku og hrossarækt. Hann þróaði meðal annars matskerfi til að meta gangupplag hesta út frá byggingu og hreyfingum. Á HM2007 vakti hann mikla athygli þegar hann reið hesti berbakt og beislislaust, en með tvo píska, á öllum gangtegundum, þar með talið fluga skeiði. Sjá HÉR.