Bók Ingimars tilnefnd til viðurkenningar

Bók Ingimars Sveinssonar, Hestafræði, er tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis 2010. Bók Ingimars Sveinssonar, Hestafræði, er tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis 2010.

Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenningarráð Hagþenkis ákveður hvaða 10 höfundar eru tilnefndir og velur þann sem hlýtur viðurkenninguna.

Bók Ingimars er talin vera brautryðjandaverk og vera alhliða upplýsinga-, kennslu- og fræðirit fyrir leika og lærða á sviði hrossahalds og tamningar.

Verðlaunaupphæð er 1 milljón króna. Í mars verður tilkynnt hvaða höfundur hlýtur viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni.