Boðað til fundar um gæðavottun reiðtygja

Haraldur Þórarinsson, formaður LH.
Haraldur Þórarinsson, formaður LH.
Haraldur Þórarinsson, formaður LH, hefur lagt til að öryggisnefnd LH boði forsvarsmenn hestavöruverslana og tryggingarfélaga á fund um gæðavottun og öryggisstaðla á reiðtygjum. Haraldur Þórarinsson, formaður LH, hefur lagt til að öryggisnefnd LH boði forsvarsmenn hestavöruverslana og tryggingarfélaga á fund um gæðavottun og öryggisstaðla á reiðtygjum.

„Mér finnst full ástæða til að umræða fari fram um það hvort ástæða sé til að gæðavotta eða setja öryggisstaðla yfir fleiri reiðtygi en hjálma,“ segir Haraldur. „Við þekkjum tilfelli þar sem slys hafa orðið vegna slits eða galla í reiðtygjum. Til dæmis hafa ístöð hrokkið í sundur, gjarðir og gjarðamóttök slitnað, og svo taumlásar eins og nýlegt dæmi sýnir. Ég hef hins vegar ekki neinar tölur undir höndum varðandi óhöpp af þessum toga og veit ekki hversu tíð þau eru.

Það hefur komið mikið af fólki inn í hestamennskuna á undanförnum árum; byrjendur sem hafa ekki undirstöðuþekkingu á viðfangsefninu. Sífelld fræðsla um viðhald reiðtygja er því nauðsynleg. Eins þarf fólk að geta treyst því að reiðtygin sem það kaupir standist eðlilegt álag.“