Bleika töltmótið á Konudag

Skráning byrjaði í gær 16 feb góð þátttaka og mikill áhugi flottir knapar og hestar munu mæta á Bleika tölt mótið. Vegna fjölda áskorana hefur verið tekin sú ákvörðun að framlengja skráningu á bleika töltmótið til kl 12:00 á laugardag. Strax eftir það verður dregið í rásröð og ráslistar birtir. Skráning byrjaði í gær 16 feb góð þátttaka og mikill áhugi flottir knapar og hestar munu mæta á Bleika tölt mótið. Vegna fjölda áskorana hefur verið tekin sú ákvörðun að framlengja skráningu á bleika töltmótið til kl 12:00 á laugardag. Strax eftir það verður dregið í rásröð og ráslistar birtir. Skráning verður áfram á netfanginu ddan@internet.is og í gegnum síma 893
3559 Drífa og 660 1750 Laufey. Munið að láta koma fram ISnúmer hests, kennitölu knapa, flokk og upp á hvaða hönd skal riðið.

Mótið hefst klukkan 14:00 á sunnudag og byrjar það á byrjendaflokki, svo minna vanar, svo meira vanar og loks opinn flokkur. Mótsstjórn hefur verið í sambandi við formann HÍDÍ og ætla þeir að gera allt til að þær konur sem ætla að mæta á upprifjun HÍDÍ nái líka að keppa á mótinu.

Mótið er eingöngu ætlað konum og er tileinkað Bleiku slaufunni sem er alþjólegt baráttutákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Allir knapar og áhorfendur eru hvattir til að klæðast bleiku í tilefni konudagsins og sýna samstöðu.
Engin skráningargjöld eru á mótið heldur eru þau frjálst framlag sem rennur óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsókna á brjóstakrabbameini og hvetjum við konur til að hafa lágmarksgreiðslu 3.000 krónur.

Eins og áður hefur komið fram gefa allir sem koma að mótinu vinnu sína.

Við hvetjum alla til að mæta í Reiðhöllina Víðidal á sunnudaginn, ef ekki til að keppa þá til að horfa á og styrkja gott málefni.

Kveðja
Drífa Dan og Laufey í Blend