Árangur Íslendinga á HM09

Valdimar Bergstað stóð sig afar vel á HM09. Ljósm:JE
Valdimar Bergstað stóð sig afar vel á HM09. Ljósm:JE
Jens Einarsson: Árangur Íslendinga á HM09 er allgóður, þótt hann sé ekki jafn glæsilegur og stundum áður. Ef eingöngu er tekið Sportið, þá er staðan sú að í fullorðinsflokki unnust fjögur gull, fjögur silfur og eitt brons. Eftirsóttustu verðlaunin, Tölthornið, kom í hlut Íslendinga. Jens Einarsson: Árangur Íslendinga á HM09 er allgóður, þótt hann sé ekki jafn glæsilegur og stundum áður. Ef eingöngu er tekið Sportið, þá er staðan sú að í fullorðinsflokki unnust fjögur gull, fjögur silfur og eitt brons. Eftirsóttustu verðlaunin, Tölthornið, kom í hlut Íslendinga.

Valdimar Bergstað, ungmenni, stóð sig afar vel og er af mörgum talinn maður íslenska liðsins. Hann vann í það minnsta fjögur gull og eitt brons. Hann blandaði sér af fullu afli í toppbaráttu fullorðinna í 250 m skeiði, þar sem hann varð í tólfta sæti allra keppenda á 22,85 sekúndum. Í gæðingaskeiði þar sem hann varð sjöundi allra keppenda með 7,38. Og í 100 m skeiði, þar sem hann varð í öðru sæti ásamt Begga Eggertssyni á 7,47 sekúndum.

Tölt T1:
Gullverðlaun og Tölthornið: Jóhann Skúlason á Hvini frá Holtsmúla.
Silfurverðlaun: Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu.
Fjórða sæti: Þorvaldur Árni Þorvaldsson á B-Moll frá Vindási.
Gullverðlaun í ungmennaflokki: Linda Rún Pétursdóttir á Erni frá Arnarstöðum.

Slaktaumatölt T2:
Silfurverðlaun: Rúna Einarsdóttir á Freyr frá Nordsternhof.
Bronsverðlaun: Sigurður Sigurðarson á Herði frá Eskiholti II.

Fjórgangur V1:
Enginn íslenskur keppandi í A úrslitum. Jóhann Skúlason á Hvini frá Holtsmúla var í fimmta sæti eftir forkeppni en dró sig út úr úrslitum. Enda fyrst og fremst að ná sér í stig fyrir samanlagðan. Snorri Dal á Oddi frá Hvolsvelli hafnaði í áttunda sæti.

Fimmgangur F1:
Silfurverðlaun: Rúna Einarsdóttir á Freyr frá Nordsternhof.
Fjórða sæti: Daníel Jónsson á Tóni frá Ólafsbergi.
Bronsverðlaun í ungmennaflokki: Valdimar Bergsstað á Orion frá Lækjarbotnum.
Í fjórða sæti í ungmennaflokki: Teitur Árnason á Glaði frá Brattholti.

Gæðingaskeið:
Gullverðlaun í ungmennaflokki: Valdimar Bergsstað á Orion frá Lækjarbotnum.
Silfurverðlaun í ungmennaflokki: Teitur Árnason á Glaði frá Brattholti.
Enginn Íslendingur í verðlaunasæti í flokki fullorðinna.

100 metra skeið:
Gullverðlaun í ungmennaflokki: Valdimar Bergsstað á Orion frá Lækjarbotnum.
Silfur (fyrsta til annað sæti) : Bergþór Eggertsson á Lótus frá Aldenghoor.
Silfur (fyrsta til annað sæti) : Valdimar Bergsstað á Orion frá Lækjarbotnum.
Níunda sæti: Sigursteinn Sumarliðason á Ester frá Hólum.

250 metra skeið:
Gullverðlaun: Bergþór Eggertsson á Lótus frá Aldenghoor.
Gullverðlaun í ungmennaflokki: Valdimar Bergsstað á Orion frá Lækjarbotnum.

Samanlagðir sigurvegarar:
Fimmgangur: Rúna Einarsdóttir Íslandi á Freyr frá Nordsternhof.
Fjórgangur:  Jóhann R. Skúlason á Hvini frá Holtsmúla.

Það skal tekið fram að þessi listi hefur ekki verið yfirfarinn af sérfræðingum landsliðsins. Hann er ekki tæmandi. Einhver atriði gætu verið röng og verða þá leiðrétt síðar.