Æskulýðsbikar FEIF

Á hverju ári senda æskulýðsnefndir aðildarlanda FEIF skýrslu til sambandsins um starfið í hverju landi. Þessar skýrslur liggja svo til grundvallar þegar æskulýðsnefnd FEIF velur handhafa æskulýðsbikars FEIF hvert ár. 

Frakkland hlaut verðlaunin á síðasta FEIF þingi, fyrir árið 2016. Starfið í Frakklandi fólst meðal annars í því að lið fór á MEM (mið-Evrópumótið), FEIF Youth Cup og náði góðum árangri á franska meistaramótinu. Þetta er nokkuð magnað hjá ekki fjölmennara aðildarlandi. Til hamingju Frakkaland!