100 dagar í Landsmót 2010

Ævar Örn Guðjónsson og Gullbrá frá Húnsstöðum.
Ævar Örn Guðjónsson og Gullbrá frá Húnsstöðum.
Hér er mikið tamið og þjálfað, frá morgni til kvölds. Við erum með 40 hross á járnum,hryssur, graðhesta og eitthvað af geldingum“ segir Ævar Örn Guðjónsson sem rekur hestamiðstöðina Hestar ehf á Kjóavöllum í Garðabæ. Hér er mikið tamið og þjálfað, frá morgni til kvölds. Við erum með 40 hross á járnum,hryssur, graðhesta og eitthvað af geldingum“ segir Ævar Örn Guðjónsson sem rekur hestamiðstöðina Hestar ehf á Kjóavöllum í Garðabæ. Nú þegar 100 dagar eru þar til að Landsmót hestamanna hefst er Ævar Örn spurður út í hestakostinn.  ,,Meðaldur hrossanna í hesthúsinu hjá mér er ekki hár, flest eru þau 4 og 5 vetra. Það er jú Landsmót framundan og stefnt er á að fara með flota af hrossum í dóm í vor. Þar get ég nefnt Libu 5 vetra hryssu undan Lydíu frá Vatnsleysu og Andra frá sama bæ, Lokkadís frá Sólheimum  Þristsdóttir frá Feti er einnig á góðu róli svo og Rispa frá Hvoli sem stóð efst í 4 vetra flokknum á Fjórðungsmóti Vesturlands í fyrra. Einnig er ég með magnaða hryssu, Gullbrá frá Húnsstöðum, en hún sprengviljug  og vígaleg.“ Ævar segir þetta allt vera feiknagóðar hryssur og getumiklar. ,,Hér eru einnig nokkrir prýðisgóðir folar á fjórða vetur undan Glampa frá Vatnsleysu, Töfra frá Kjartansstöðum og Víði frá Prestbakka.„

Það styttist í Landsmót og greinileg stemming er komin í mannskapinn. Eigendur fylgjast vel með sínum hrossum og væntingarnar innnan seilingar.

„Ég er með færri hross í gæðingakeppnina og kappreiðarnar en ég reikna nú með því að vera með eitthvað í þær greinar. Það skýrist þegar nær dregur Landsmóti.“

Heimild:  www.landsmot.is