Gæðingafimi LH

Hér má finna allar upplýsingar um Gæðingafimi LH

Reglur um gæðingafimi LH  - uppfært janúar 2022

Búið er að skipa tölvunefnd sem mun aðstoða mótshaldara með allt sem við kemur útreikningum og excel-dómskjölum. 
í þeirri nefnd eru Ólafur Þórisson og Guðrún Dögg Sveinbjarnardóttir sem er tengiliður nefndarinnar. 

Starfshóp um  gæðingafimi LH skipa:

Hulda Gústafsdóttir fulltrúi keppnisnefndar LH
Súsanna Sand Ólafsdóttir fulltrúi FT
Mette Mannseth fulltrúi Hólaskóla
Sigurður Ævarsson fulltrúi HÍDÍ
Erlendur Árnason fulltrúi GDLH
Ísólfur Líndal
Hekla Katharína Kristinsdóttir 
Guðmundur Björgvinsson
Viðar Ingólfsson

Skipaður var faghópur sem m.a. heldur utan um almennar skilgreiningar, leiðara og æfingabanka innan reglna gæðingafiminnar. Einnig skal hópurinn betrumbæta skilgreiningar er við á t.d. þegar ný þekking kemur upp á yfirborðið. Faghópurinn skal sjá um dómaramenntun með faglegri fræðslu og leiðbeiningum til dómara. 

Faghópinn skipa:
Mette Mannseth 
Hekla Katharina Kristinsdóttir
Guðmundur Björgvinsson
Olil Amble
Þórarinn Eymundsson

 

Á 62. Landsþing Landssambands hestamannafélaga, haldið í Reykjavík 27.-28. nóvember 2020 var samþykktiað notast verði við reglur um gæðingafimi unnar af starfshópi LH um gæðingafimi til reynslu fram að landsþingi 2022.  Mælst var til þess að keppt verði í greininni á Íslandsmóti og þær mótaraðir sem hafa gæðingafimi sem keppnisgrein noti þessar reglur á næsta keppnisári.  Starfshópur LH um gæðingafimi heldur utan um reglurnar og mótar þær eftir hvert keppnistímabil og tekur við ábendingum fram að næsta landsþingi. Stefnt er á að reglurnar verði lagðar fyrir landsþing 2022 til samþykktar sem reglur LH um gæðingafimi.

Hugmyndin að þessari keppnisgrein er að sýna vel þjálfaðan gæðing á listrænan hátt, þar sem öll þjálfunarstigin eru sýnd. Knapi fléttar saman gangtegundum og æfingum og sýnir í einni heild jafnvægi, þjálni, kraft og fimi hestsins. 

Við viljum hvetja hestamannafélögin og forsvarsmenn mótaraða að halda mót í gæðingafimi á öllum stigum til þess að fá sem mesta reynslu á reglurnar á keppnistímabilinu.