Fréttir: Nóvember 2016

Frábærir veislustjórar og stórskemmtileg skemmtiatriði!

04.11.2016
Uppskeruhátíð hestamanna fer fram á morgun, laugardaginn 5.nóvember, í Gullhömrum og það stefnir allt í frábæra Uppskeruhátíð! Veislustjórar verða þau Andrea Þorvaldsdóttir og Jón Kristófer Sigmarsson (Jonni á Hæli) og þau munu gera óspart grín að sjálfum sér og öðrum.

Kortasjáin 11.607 km

03.11.2016
Fréttir
Kortasjá LH er algjört þarfaþing við skipulag og framkvæmd ferðalaga á hestum. Búið er að yfirfara og bæta við reiðleiðum á Reykjanesi og í Ölfusi og er heildarlengd reiðleiða í nú 11.607 km.

Guðbjörg Viðja syngur fyrir hestamenn

01.11.2016
Fréttir
Þessi stórefnilega unga söngkona ætlar að koma fram og syngja á Uppskeruhátíðinni á laugardaginn! Hún er 16 ára gömul og er dóttir Antons Páls Níelssonar og Ingu Maríu S. Jónínudóttur reiðkennara með meiru.