Fréttir: September 2015

Opin ráðstefna FT

14.09.2015
Opin ráðstefna Félags tamningamanna um nýliðið keppnistímabil, verður í Harðarbóli Mosfellsbæ miðvikudaginn 16. september kl.20:00.

Meistaradeildin - skeið

14.09.2015
Sigurður V. Matthíasson sigraði 150m skeiðið á Létti frá Eiríksstöðum á tímanum 14,34 en þeir eiga jafnframt besta tíma ársins. Sigurbjörn Bárðarson sigraði gæðingaskeiðið á Flosa frá Keldudal með 8,17 í einkunn.

Þjálfarastyrkir ÍSÍ - umsóknir

11.09.2015
Fréttir
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.

Haustfjarnám 2015

11.09.2015
Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands mun hefjast mánudaginn 28. september nk.

Hestar og mótorhjól

10.09.2015
Við fyrstu sýn virðast þessir tveir hópar eiga lítið sameiginlegt. Hestamenn og mótorhjólamenn hafa þó átt í góðu sambandi til að auka öryggi beggja úti á vegum og í náttúrunni.

Hilda Karen komin til starfa

09.09.2015
Fréttir
Hilda Karen Garðarsdóttir verkefnastjóri hjá LH er komin aftur til starfa eftir fæðingarorlof.

Ráðstefna um Landsmót

08.09.2015
Stjórn Landssambands hestamannafélaga var falið það verkefni á síðasta Landsþingi að halda ráðstefnu um framtíð landsmóta. Fundurinn var áætlaður í vor en var frestað af óviðráðanlegum orsökum.

Meistaradeildin að hefjast

08.09.2015
Skeiðmót Meistaradeildar í hestaíþróttum fer fram á laugardaginn á Selfossi kl. 13:00.

Haustmót Léttis niðurstöður

07.09.2015
Nú er léttu og skemmtilegu haustmóti Léttis lokið. Mótið tókst í alla staði vel og var þægileg stemming á mótinu. Fáir en góðir hestar mættu til leiks og var gaman að sjá að skráningin var mest í fimmgang.