Fréttir: Apríl 2014

Opið æfingamót í TREC

14.04.2014
Fréttir
Opið æfingamót í Trec þrautabraut verður haldið í Sprettshölinni, þriðjudaginn 15.apríl kl. 16:00 – 18:00. Dómarar munu gefa einkun og umsögn fyrir hverja þraut.

Lokað fram að hádegi í dag

14.04.2014
Fréttir
Skrifstofa LH verður lokuð fram að hádegi í dag, mánudaginn 14. apríl.

Fyrsta TREC mót Funa

11.04.2014
Fréttir
Hestamannafélagið Funi hóf kennslu í TREC í vetur í Melaskjóli, inniaðstöðu Funa á Melgerðismelum. Námskeiðinu var skipt upp í TREC-1 og TREC-2 og um síðustu helgi var sett á keppni í þrautahluta TREC í tilefni þess að fyrrihluta námskeiðsins var lokið.

Notkun stangaméla með tunguboga í keppni brýtur í bága við lög um dýravelferð

11.04.2014
Fréttir
Á opnum fundi um velferð íslenska hestsins í gærkvöldi kom fram í máli Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis að notkun stangaméla með tunguboga í keppni væri andstæð nýjum lögum um dýravelferð, en þau tóku gildi um síðustu áramót.

Allt klárt fyrir stórglæsilegt Kvennatölt - uppfærðir ráslistar

11.04.2014
Fréttir
Það verður mikið um dýrðir í Sprettshöllinni á morgun, laugardag, þegar á annað hundrað konur mæta til leiks með gæðinga sína á hið vinsæla Kvennatölt. Reikna má með að þær mæti í sínu fínasta pússi enda til mikils að vinna, en glæsilegustu pörin fá frábæra ferðavinninga.

Fundi um velferðarmál frestað

10.04.2014
Fréttir
Fundi um velferðarmál sem halda átti í Fáki í kvöld, hefur verið frestað. Annar fundartími verður auglýstur síðar.

Fræðslukvöld HÍDÍ

08.04.2014
Fréttir
Fræðslukvöld HÍDÍ fyrir hestaíþróttadómara fer fram í Harðarbóli í Mosfellsbæ í kvöld og hefst kl 19:00.

Fundir um velferð keppnis- og sýningarhrossa

08.04.2014
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga, Félag hrossabænda og Félag tamningamanna boða til funda um velferð keppnis- og kynbótahrossa.

Hart barist á toppnum

06.04.2014
Fréttir
Ístölt - þeirra allra sterkustu fór fram í troðfullri Skautahöll í kvöld. Mikið var um flottar sýningar og fólkið á pöllunum tók þátt í að gera kvöldið frábært.