Fréttir: Ágúst 2010

Úrslit frá Melgerðismelum

23.08.2010
Fréttir
Þá er lokið ágætu móti á Melgerðismelum þrátt fyrir mikla rigningu á sunnudeginum. Sterkir hestar voru á mótinu og sáust tölur upp í 8,71 í A-flokki hjá Tristan frá Árgerði og 8,70 hjá Degi hjá Strandarhöfði.

Úrslit Félagsmóts Stíganda

23.08.2010
Fréttir
Félagsmót Stíganda fór fram í norðangarra með rigningu á milli. En keppendur létu það ekki á sig fá heldur tóku þátt í fínu móti á Vindheimamelum í dag. Eftir forkeppni í B-flokki sem var á hringvellinum þurfti að færa aðrar greinar á beinu brautina næst dómskúr vegna mikillar bleytu og leðju á hringvellinum. Tóku knapar þessu vel og öttu harða keppni.

Fljótlega hefjast fjallferðir og göngur

20.08.2010
Fréttir
Smalamennskur og fjárleitir eru vandasamt verk þar sem gæta þarf öryggis en alltaf ætti að hafa velferð fjárins og hrossanna að leiðarljósi.

Dagskrá Íslandsmóts fullorðinna í hestaíþróttum

20.08.2010
Fréttir
Mjög góð þátttaka er á Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum sem fram fer á Sörlastöðum í Hafnarfirði 25.- 28.ágúst.  Vegna mikils fjölda óskum við eftir góðu samstarfi við knapa. Dagskrá mótsins er eftirfarandi.

Rjúfum smitleiðir smitandi hósta í hrossum

19.08.2010
Fréttir
Ítarlegar rannsóknir hafa nú leitt í ljós að smitandi hósti í hrossum stafar fyrst og fremst af bakteríusýkingu (Streptococcus zooepidemicus) í efri hluta öndunarfæranna, barka og jafnvel berkjum.

Opið mót á Melgerðismelum

19.08.2010
Fréttir
Opið gæðingamót Funa verður haldið á Melgerðismelum 21.-22.ágúst nk. Ákveðið hefur verið að framlengja frest í kappreiðum til kl. 12 föstudaginn. 20. ágúst. Dagskrá mótsins má skoða hér.

Góð skráning á Íslandsmót

18.08.2010
Fréttir
Nú er skráningu á Íslandsmót fullorðinna lokið og er skráning mjög góð, er það ljóst að um stórt og glæslilegt mót verður haldið að Sörlastöðum í Hafnarfirði í næstu viku.

Yfirlýsing frá LH, FHB og FT

18.08.2010
Fréttir
Stjórnir LH, FH, og FT fagna þeim áfanga sem náðst hefur við greiningu á smitandi hósta í hrossum og þakka það mikla rannsóknarstarf sem að baki liggur og gert var grein fyrir á fundi 17.08.2010.