Herdís Björg Jóhannsdóttir Íslandsmeistari í tölti unglingaflokki

Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kvarði frá Pulu eru Íslandsmeistarar í Tölti T1 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Herdís og Kvarði hlutu 7,56 í einkunn í a-úrslitum og sigurðu örugglega.

Hjördís Halla Þórarinsdóttir Íslandsmeistari í tölti barnaflokki

Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Flipi frá Bergsstöðum eru Íslandsmeistarar í Tölti T3 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Hjördís Halla og Flipi hlutu 6,78 í a-úrslitum.

Matthías Sigurðsson er Íslandsmeistari í slaktaumatölti unglingaflokki

Matthías Sigurðsson og Dýri frá Hrafnkelsstöðum eru Íslandsmeistarar í slaktaumatölti T4 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Matthías og Dýri hlutu 7,62 í feiknasterkum A-úrslitum.

Apríl Björk Þórisdóttir Íslandsmeistari í slaktaumatölti barnaflokki

Apríl Björk og Bruni frá Varmá eru Íslandsmeistarar í slaktaumatölti T4 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Apríl Björk og Bruni hlutu 6,20 í einkunn í úrslitum.

Ragnar Snær Viðarsson Íslandsmeistari í fimmgangi unglingaflokki

Ragnar Snær Viðarsson og Dalvar frá Dalbæ II eru Íslandsmeistarar í fimmgang F2 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Ragnar og Dalvar hlutu einkunnina 6,88 í feiknasterkum fimmgangsúrslitum.

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker er Íslandsmeistari í fjórgangi barnaflokki

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker og Þytur frá Skáney sigruðu í fórgangi V2 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Kristín og Þytur hlutu 6,77 í einkunn í úrslitum.

Jón Ársæll Bergmann Íslandsmeistari í flugskeiði

Jón Ársæll Bergmann og Rikki frá Stóru-Gröf ytri sigruðu í 100m flugskeiði í unglingaflokki á glæsilegum tíma, 7,83 sek.

Þórgunnur Þórarinsdóttir er Íslandsmeistari í fjórgangi unglinga 2022

Þórgunnur Þórarinsdóttir og Hnjúkur frá Saurbæ sigruðu fjórgang V1 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Þau hlutu einkunnina 7,10 í úrslitum. Kaupfélag Borgfirðinga styrkti þessa grein á mótinu og Lífland gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH var gefinn af Hestamannafélaginu Spretti. Til hamingju Þórgunnur!

Norðurlandamótið 2022 er haldið í Álandseyjum 9. til 14. ágúst

Norðurlandamótið 2022 er handan við hornið og að þessu sinni fer það fram á Álandseyjum (Åland) á milli Finnlands og Svíþjóðar. Álandseyjar eru skerjagarður sem telur um 6500 eyjar á milli þessara tveggja landa. Mótið fer fram á brokkkappreiðabraut sem kallast „travet mitt i havet“ („brokkið úti á hafi“) og liggur á meginlandi eyjanna rétt við Mariehamn.

Matthías Sigurðsson Íslandsmeistari í gæðingaskeiði

Matthías Sigurðsson og Tign frá Fornusöndum báru sigur úr býtum í gæðingaskeiði í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Matthías og Tign áttu glæsilega spretti sem skiluðu þeim 7,08 í einkunn.