HM2013: Allir frískir og hressir

Hestar íslenska landsliðsins koma vel undan flutningnum frá Íslandi og hafa það gott á HM-svæðinu í Berlín að sögn Eyjólfs Þorsteinssonar sem spjallaði við vefstjóra Lhhestar.is nú fyrir skömmu. Þá voru þeir nokkrir liðsmenn saman á hjólaleigu að leigja sér hjól, sem er mikill þarfagripur á móti sem þessu.

Hestaþing Kóps

Félagsmót Storms

Gæðingakeppni og tölt á Söndum í Dýrafirði - 26.-27. júlí 2013

Fákaflug

Æskulýðsmót Norðurlands

Nordic Gæðingakeppni

Hestamannafélagið Sleipnir í Noregi áætlar að halda Norræna Gæðingakeppni í Biri 13.-15. September 2013. LH mun ekki senda út lið á viðburðinn en hvetur áhugasama knapa til að kynna sér keppnina betur og skrá sig til leiks sé vilji fyrir hendi. Skrifstofa LH mun verða þátttakendum innan handar við skráningu og öflun upplýsinga hvað keppnina varðar.

Breytingar á landsliði Íslands

Landsliðsnefnd LH og liðsstjóri íslenska landsliðsins tilkynna breytingar á landsliði Íslands í hestaíþróttum. Vegna veikinda getur Oliver frá Kvistum ekki tekið þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín. Eigendur og dýralæknar tóku þessa ákvörðun með velferð hestsins í huga. Þetta eru slæmar fréttir fyrir íslenska liðið og knapa Olivers, Daníel Jónsson sem verður þar af leiðandi ekki með á HM.

Íslandsmóti yngri flokka lokið

Glæsilegu Íslandsmóti yngri flokka lauk í dag, hér má sjá öll úrslit dagsins.

Gæðingamót Smára

Dýralæknaskoðun

Nú styttist í ferð íslenska landsliðsins á HM í Berlín en í dag eru einungis 15 dagar í að lagt verði í hann. Samkvæmt venju fara hestarnir þó aðeins á undan liðinu sjálfu en dýralæknaskoðun fyrir flugið mun fara fram á Grænhól miðvikudaginn 24.júlí kl 10:00.