Meistaradeild Líflands og æskunnar

Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin á vorönn 2018. Mótaröðin fer fram í TM-höllinni í Fáki.

Leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk

FEIF og LH auglýsa eftir þátttekendum á þriðja leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið veður haldið 9-11. nóvember í TM-reiðhöllinni í Reykjavík og húsakynnum Eldhesta við Hveragerði.

Landsþing á Akureyri

Landsþing LH verður haldið dagana 12. og 13. október n.k. í boði hestamannafélagsins Léttis. Rétt til þingsetu eiga 194 þingfulltrúar frá 42 hestamannafélögum.

Meistaradeildin auglýsir eftir liðum

Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum auglýsir eftir liðum til þátttöku í mótaröð deildarinnar 2019. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2018 og senda skal umsóknina á netfangið info@meistaradeild.is.

Átta gull til Íslands

Nú eru flestir liðsmenn íslenska landsliðsins komnir langleiðina heim eftir gott mót á Margaretehof í Svíþjóð. Staðarhaldarar eiga hrós skilið fyrir vel skipulagt mót, frábærar aðstæður fyrir hesta og menn og góða samvinnu milli starfsfólks og knapa á mótinu.

NM 2018 - Miðvikudagur 08.08

Nú eru tveir dagar liðnir af Norðurlandamóti íslenska hestsins í Svíþóð og hefur gengið prýðilega hjá Íslendingum til þessa.

Norðurlandamót að hefjast - Sunnudagur 05.08

Landsliðið er mætt á Margaretehof í Svíþjóð þar sem NM2018 fer fram.