Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu leiða keppni í F1

Sigurvegararnir í fimmgang á Reykjarvíkurmeistaramóti Fáks Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu halda áfram að gera vel og eru efstir eftir forkeppni í fimmgangi á Íslandsmót ungmenna og fullorðinna með 7,50 í einkunn. Fast á hæla þeirra koma svo þrír knapar sem allir hlutu 7,47 í einkunn en það eru þau Þórarinn Eymundsson og Þráinn frá Flagbjarnarholti, Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli og Jakob Svavar Sigurðsson og Nökkvi frá Hrísakoti. Sá fimmti inn í A úrslitin varð Teitur Árnason og Atlas frá Hjallanesi 1 með 7,37.

Jóhanna Margrét og Bárður frá Melabergi efst eftir forkeppni í V1

Jóhanna Margrét heldur áfram að styrkja stöðu sína í fjórgangi en hún og Bárður frá Melabergi áttu stórgóða sýningu og enduðu efst í forkeppninni með 7,90. Þau eru ríkjandi Íslandsmeistarar í Fjórgangi síðustu tveggja ára.

Dagskrá Íslandsmóts fullorðinna og ungmenna

Þá er komið að því, Íslandsmót Fullorðinna og Ungmenna fer fram á Selfossi dagana 28. júní -2. júlí. Þar munu mæta okkar sterkustu knapar enda síðustu forvöð til að tryggja sig inn í landsliðshópinn fyrir HM í Hollandi sem fer fram í ágúst.

Brottvikning knapa úr landsliðshópi LH

Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari LH hafa tekið ákvörðun um að víkja Konráði Vali Sveinssyni A-landsliðknapa úr landsliðshópi LH 2023 vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar.

Tilkynning- Breytt lágmörk í skeiðgreinum

Keppnisnefnd LH hefur samþykkt tillögu að breyttum lágmörkum í skeiði fyrir Íslandsmót 2023 og mótshaldarar framlengja skráningarfrest út daginn í dag í þessum greinum.

Egill Már tekinn inn í U21-landsliðshóp LH

Landsliðsþjálfari U21-landsliðs LH í hestaíþróttum hefur ákveðið að taka Egil Má Þórsson úr hestamannafélaginu Létti inn í hópinn. Egill Már átti stórgott mót á Reykjarvíkur móti Fáks um helgina þar sem hæst bar sigur í T1 á Össu frá Miðhúsum og annað sæti í F1 á Kjalar frá Ytra-Vallholti.

Undanþága frá reglu um val hrossa og keppenda á Fjórðungsmóti 2023

Keppnisnefnd LH barst erindi frá mótshöldurum Fjórðungsmóts Austurlands 2023 um undanþágu frá reglu 5 í reglugerð um Lands- og fjórðungsmót um val keppenda á Fjórðungsmótið á Austurlandi í sumar.

Enn lausir dagar á Skógarhólum í sumar

Skógarhólar hafa verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna um árabil, enda staðsetningin í þjóðgarðinum á Þingvöllum einstök. Svæðið býður upp á góðar reiðleiðir og náttúrufegurð. Endurbætur hafa verið gerðar á húsnæði og girðingum á undanförnum árum og eiga „Vinir Skógarhóla“ og staðarhaldarar heiðurinn af því.

Vel heppnuð miðbæjarreið

Landssamband hestamannafélaga og Horses of Iceland héldu vel heppnaða Miðbæjarreið síðastliðinn laugardag. Reiðin vakti að venju töluverða athygli og höfuð margir safnast saman við Hallgrímskirkju til að sjá hestana og hlýða á Raddbandafélagið sem tók nokkur lög. Guðni Halldórsson formaður LH flutti ávarp og kynnti Landsmót 2024 sem haldið verður í Reykjavík. Áslaug Arna Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti einnig ávarp og leiddi reiðina ásamt Sigurbirni Bárðarsyni og Guðna Halldórssyni.

Sigríður Ingibjörg tekin inn í U21-landsliðshóp LH

Landsliðsþjálfari U21-landsliðs LH í hestaíþróttum hefur ákveðið að taka Sigríði Ingibjörgu Einarsdóttur úr hestamannafélaginu Sindra inn í hópinn.