Uppskeruhátíð hestamanna 2018

Uppskeruhátíð hestamanna var haldin á Gullhömrum þann 27. október. Hátíðin fór vel fram með hefðbundinni dagskrá, Kenneth Máni kom og kitlaði hláturtaugarnar en hápunkturinn var þegar íþróttamenn okkar og heiðursverðlaunahafar voru verðlaunaðir.

Hringur fékk æskulýðsbikarinn 2018

Æskulýðsbikarinn er veittur því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað framúr með sínu starfi að æskulýðsmálum. Valið byggir á ársskýrslum æskulýðsnefnda félaganna, sem sendar eru inn til æskulýðsnefndar LH á haustin og hefur nefndin það verkefni að velja bestu skýrsluna.

Tilnefningar til knapa ársins

Á uppskeruhátíð hestamanna þann 27. október næstkomandi munu afreksknapar hljóta verðlaun fyrir árangur sinn. Hér má sjá tilnefningar valnefndar um knapaval fyrir árið 2018.

Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna

61. landsþingi slitið og ný stjórn mynduð

Landsþingi LH er lokið í Giljaskóla á Akureyri. Þingsstör gengu vel fyrir sig í dag og í lok fundar voru kosningar. Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður sambandsins og mikið af nýju fólki kom inn í bæði aðal- og varastjórn.

Þingslitafagnaður í Skeifunni

Í kvöld blása Léttismenn til þingslitafagnaðar í Skeifunni, veislusal félagsins í reiðhöllinni. Húsið opnar kl. 19:30 og á boðstólum verður dýrindis matur frá Bautanum, skemmtiatriði og húllumhæ. Sjáumst í kvöld!

Landsþing hafið á Akureyri

61. landsþing LH er hafið hér í Giljaskóla á Akureyri. Gríðarlega vel er tekið á móti þingfulltrúunum sem koma alls staðar að af landinu. Mjög góð mæting er á þingið eða alls 172 fulltrúar af 181 sem rétt hafa til að sækja þingið.

Aðalfundur GDLH

Aðalfundur GDLH verður haldinn fimmtudaginn 18. október klukkan 18:00 í húsakynnum ÍSÍ. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Framboð til stjórnar LH

Framboðsfresti til sambandsstjórnar LH lauk föstudaginn 28. september s.l. og nú birtir kjörnefnd lista yfir frambjóðendur til formanns, aðalstjórnar og varastjórnar.

Herrakvöld Fáks 6. október

Laugardaginn 6. október verður haldið stórglæsilegt Herrakvöld í félagsheimili Fáks. Kvöldið hefst á fordrykk kl. 19.00. Glæsilegt villibráðarhlaðborð verður framreitt, veislustjóri verður Sigurður Svavarsson og Andri Ívarsson verður með uppistand.