Járnalaus reið ennþá í valdi knapa

Sú tillaga sem olli hvað mestu fjaðrafoki og umræðum á 56. Landsþingi LH var tillaga Loga þess efnis að: hestar í keppni skuli vera járnaðir. Missi hestur skeifu dæmist hesturinn sjálfkrafa úr leik.

Alþjóðleg þjálfara/reiðkennara-ráðstefna FEIF í hestaskólanum Deurne, Hollandi

Nú líður senn að næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne. Í Deurne er umfangsmikil starfsemi sem ráðstefnugestir fá að kynnast auk þess sem margir sérfræðingar á ýmsum sviðum hestafræðanna munu leggja sitt af mörkum til að gera þessa helgi lærdómsríka og eftirminnilega.

Alþjóðleg Menntaráðstefna FEIF 9.-11.jan 2009

Síðustu forvöð!!! Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne, 9.-11.janúar næstkomandi.

FEIF Youth Camp 2009

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. – 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.

Heilbrigði íslenska hestsins

Matvælastofnun heldur fræðslufund um heilbrigði íslenska hestsins þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða teknir fyrir þættir sem ógnað geta heilbrigði og velferð hrossastofnsins og fjallað um viðbrögð við hugsanlegri vá. Þá verða nýleg dæmi um salmonellusýkingu og brot á dýraverndarlögum til umfjöllunar.

Heilbrigðisskoðun keppnishesta á Landsmóti 2008

“Einungis má nota í keppni dýr sem eru heilbrigð og vel þjálfuð...”.Lög um dýravernd nr 15/1994 6.gr. Til að uppfylla skilyrði um dýravernd á LM 2008 hafa eftirfarandi reglur verið samþykktar af Landssambandi hestamannafélaga (LH), Landsmóti (LM) og Dýraheilbrigðissviði Matvælastofnunar

Þátttökugjöld á Landsmóti

Verið er að innheimta þátttökugjöld fyrir tölt og skeiðgreinar á Landsmóti. Til að hafa keppnisrétt þurfa knapar sem keppa í þessum greinum að vera búinir að greiða þátttökugjöldin fyrir mót, kr 4.000,- fyrir hverja grein sem þeir keppa í. Ef frekari spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband við Önnu Lilju í síma 514 4034 / annalilja@landsmot.is

Fjölbreytt dagskrá á Hestatorginu á LM

Hið íslenska Hestatorg verður sett upp á landsmótssvæðinu á Hellu í næstu viku. Hestatorgið er samstarfsverkefni félagasamtaka, stofnana og skóla er tengjast hrossarækt og hestamennsku á Íslandi. Markmið verkefnisins er að leggja áherslu á Ísland sem upprunaland íslenska hestsins og kynna það fjölbreytta starf sem fram fer innan þessa geira hér á landi.

Áríðandi tilkynning frá LM: Knapafundur á Gaddstaðaflötum.

Æfingatímar og ráslistar

Búið er að úthluta æfingatímum fyrir hestamannafélögin og er hægt að nálgast tímasetningar á þeim hér á heimasíðunni okkar. Einnig er búið að setja inn ráslista fyrir tölt, skeið og gæðingakeppni.