Járnalaus reið ennþá í valdi knapa

Sú tillaga sem olli hvað mestu fjaðrafoki og umræðum á 56. Landsþingi LH var tillaga Loga þess efnis að: hestar í keppni skuli vera járnaðir. Missi hestur skeifu dæmist hesturinn sjálfkrafa úr leik.Sú tillaga sem olli hvað mestu fjaðrafoki og umræðum á 56. Landsþingi LH var tillaga Loga þess efnis að: hestar í keppni skuli vera járnaðir. Missi hestur skeifu dæmist hesturinn sjálfkrafa úr leik.Sú tillaga sem olli hvað mestu fjaðrafoki og umræðum á 56. Landsþingi LH var tillaga Loga þess efnis að: hestar í keppni skuli vera járnaðir. Missi hestur skeifu dæmist hesturinn sjálfkrafa úr leik.

Greinilegt var að þorri fulltrúa vildi ekki ganga jafnlangt og Logamenn í þessari atrennu. Sumir vildu hafa reglugerð um skeifur óbreytta. Aðrir vildu málamiðlum. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, formaður Loga, fylgdi málinu skörulega eftir og hvatti þingheim til að taka afstöðu með hestinum. Sagði hún meðal annars að samfara því að hestur rífi undan sér skeifu, einkum að framan, sé hætta á meiðslum, tognun eða ágripi. Oftar en ekki brotni stór hluti úr hófnum og fylgi með skeifunni. Knapar og hestamenn ættu að sjá sóma sinn í því að fara alla leið og láta hestinn njóta vafans.

Eftir umfjöllun í nefnd og á þingi var samþykkt breytingartillaga sem tekur á málinu að hluta en gengur þó ekki eins langt og upphafleg tillaga Loga. Hér má sjá hvernig tillagan þróaðist í meðförum þingsins:

Greinin fyrir 56. Landsþing:
Grein 8.1.4.3. Skeifur:
Sé hestur járnaður er einungis heimilt að nota skeifur sem sérstaklega eru gerðar til þess að þjóna sem skeifur fyrir hesta. Allir fjórir fætur skulu þá vera járnaðir. Allar fjórar skeifur þurfa að vera úr sama efni. Eðlisþyngd efnisins má ekki vera meiri en venjulegs skeifnajárns. Skeifan má að hámarki vera 10.0 mm að þykkt og 23,0 mm á breidd og skulu vera jafnar að lögun. Eðlilegt slit er leyft. Missi hestur skeifu/r skal knapi ákvarða hvort hann lýkur keppni án hennar eða ákveður að hætta keppni.
Ákvörðun dómara um lögmæti skeifu á tilteknu móti er endanleg fyrir það tiltekna mót.

Tillaga Loga:
Tillaga um breytingu á grein 8.1.4.3.
Hestur skal vera járnaður og einungis heimilt að nota skeifur sem sérstaklega eru gerðar til þess að þjóna sem skeifur fyrir hesta.  Allir fjórir fætur skulu þá vera járnaðir.  Allar fjórar skeifur þurfa að vera úr sama efni.  Eðlisþyngd efnisins má ekki vera meiri en venjulegs skeifnajárns.  Skeifan má að hámarki vera 10.0 mm að þykkt og 23,0 mm á breidd og skulu vera jafnar að lögun.  Eðlilegt slit er leyft.  Missi hestur skeifu/r dæmist keppandinn sjálfkrafa úr leik.
Ákvörðun dómara um lögmæti skeifu á tilteknu móti er endanleg fyrir það tiltekna mót.

Breytingartillagan sem var samþykkt:
Tillaga um breytingu á grein 8.1.4.3.
Hestur skal vera járnaður og einungis heimilt að nota skeifur sem sérstaklega eru gerðar til þess að þjóna sem skeifur fyrir hesta.  Allir fjórir fætur skulu þá vera járnaðir.  Allar fjórar skeifur þurfa að vera úr sama efni.  Eðlisþyngd efnisins má ekki vera meiri en venjulegs skeifnajárns.  Skeifan má að hámarki vera 10.0 mm að þykkt og 23,0 mm á breidd og skulu vera jafnar að lögun.  Eðlilegt slit er leyft.  Missi hestur skeifu/r skal hægja hest niður á fet og feta það sem eftir er keppni.
Ákvörðun dómara um lögmæti skeifu á tilteknu móti er endanleg fyrir það tiltekna mót.

Niðurstaðan er því sú að það er ennþá í valdi knapa hvort hann heldur áfram keppni ef hestur hans missir skeifu — í þeirri vona að halda fengnum hlut. Honum er hins vegar einungis heimilt að ríða á feti það sem eftir lifir keppninnar. Staðan er því ennþá sú að hestur í fimmgangskeppni getur unnið úrslit þótt hann rífi undan sér fyrir síðasta sprett.