Alþjóðleg Menntaráðstefna FEIF 9.-11.jan 2009

Síðustu forvöð!!! Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne, 9.-11.janúar næstkomandi. Síðustu forvöð!!! Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne, 9.-11.janúar næstkomandi.

Síðustu forvöð!!!


Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne, 9.-11.janúar næstkomandi.
Í Deurne er umfangsmikil starfsemi sem ráðstefnugestir fá að kynnast auk þess sem margir sérfræðingar á ýmsum sviðum hestafræðanna munu leggja sitt af mörkum til að gera þessa helgi lærdómsríka og eftirminnilega. Þema helgarinnar snýst um \"góða hestamennsku\" og meðal þeirra sem munu leiða okkur í gegnum fræðandi og skemmtilega ráðstefnu eru:

- Machteld van Dierendonck, PhD í atferlisfræði hrossa og formaður heilbrigðisnefndar FEIF
- Emiel Voest, þekktur óhefðbundinn þjálfari í Hollandi
- Marion Schreuder,Senior, kennari við Deurne
- Guy Blom, sjúkraþjálfi sem vinnur mikið með keppnishross, kennari
- Patricia de Cocq, PhD nemi, sérhæfð í samspili hests, knapa og hnakks
- Geert van Attevelt, sálfræðingur
- Chris Oomen, kennari í járningadeild Deurne
- Judith van Aarle, sjúkraþjálfi sem vinnur með hesta og knapa
- Dr.Chris Hannes, dýralæknir, aðalkennari í hestatannhirðingu við Deurne
- Roald van der Vliet, þróunarstjóri í sundþjálfun í Eindhoven

Auk fyrirlestra verða \"workshops\" á þessum sviðum – allt fer fram á ensku.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir fagfólk í greininni sem og alla áhugasama hestamenn að hittast og fræðast og vil ég hvetja fólk til að festa sér pláss hið snarasta!

Verð aðeins 525 Evrur fyrir alla ráðstefnuna, gistingu og fæði frá föstudagshádegi til sunnudagshádegi – Eindhoven er sá flugvöllur sem er næstur Deurne en góðar lestarsamgöngur eru einnig frá Amsterdam flugvellinum.


Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu FEIF (www.feif.org) – skráning fer fram þar eða í gegnum skrifstofu LH.

Sjáumst í Deurne!

Jólakveðjur fyrir hönd Menntanefndar FEIF,

Herdís Reynisdóttir.