Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2021

Íslandsmót 2021 verður haldið á Hólum 1.-4. júlí 2021. Á Landþingi 2020 voru gerðar allnokkrar breytingar á reglugerð um Íslandsmót sem unnar voru af sérstökum starfshópi sem stjórn LH skipaði í þeim tilgangi að efla alla umgjörð um mótið og festa dagsetningar og dagskrá mótsins.

Óskað eftir umsóknum um Íslandsmót barna og unglinga 2021

Landssamband hestamannafélaga óskar eftir umsóknum um Íslandsmót barna og unglinga 2021.

Sóttvarnarreglur 10. desember

Sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra sem taka gildi fimmtudaginn 10. desember leyfa einstaklingsbundnar æfingar afreksíþróttafólks. Það þýðir að keppendur á efsta stigi, meistaraflokksknapar, hafa heimild til að þjálfa í reiðhöllum. Sem fyrr er skipulagt barna- og unglingastarf í íþróttum einnig heimilt. Hvert hestamannafélag ber ábyrgð á og stýrir umferð um sína reiðhöll og eru knapar á meistaraflokksstigi sem vilja fá aðgang að reiðhöllum beðnir um að hafa samband við sitt félag.

Lóðarleigusamningur um Skógarhóla

Endurnýjaður samningur við Þingvallanefnd um lóðarleigu á Skógarhólum var undirritaður þann 27. nóvember s.l. á Landsþingi LH.

Ný stjórn og nýr formaður Landssambands hestamannafélaga

62. Landsþing Landssambands hestamannafélaga 2020 var haldið um helgina 27.-28. nóvember með rafrænum hætti.

Nýr formaður Landssambands hestamannafélaga

Ný stjórn LH 2020-2022

Á landsþingi LH 2020 var kosið í stjórn

Guðni Halldórsson nýr formaður LH

Guðni Halldórsson var kjörinn formaður LH til næstu tveggja ára á Landsþingi LH 2020.

Samningur um landsmót hestamanna 2026 á Hólum

Laugardaginn 21. nóvember skrifuðu fulltrúar Landsmóts ehf., Hestamannafélagssins Skagfirðings og sveitarfélaganna Skagafjarðarbæjar og Akrahrepps undir samning um að landsmót hestamanna árið 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í ágætu veðri við keppnisvöllinn á Hólum.

Sóttvarnarreglur - beiðni um undanþágu hafnað

Beiðni LH um um opnun reiðhalla var hafnað með vísan til jafnræðissjónarmiða og þess að einu undanþágur sem hafa verið veittar íþróttum er vegna alþjóðlegra viðburða og þá einungins þar sem hægt er að tryggja rakningu með skráningu þátttakenda. Einnig er bent á að 2. desember taki ný reglugerð gildi og gerum við okkur vonir um tilslakanir þá.