Ósóttir verðlaunagripir frá Landsmóti

Enn er töluvert magn ósóttra verðlaunagripa frá Landsmóti hestamanna 2016. Hvetjum við alla þá sem eiga ósótta verðlaunagripi að sækja þá við tækifæri á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga sem er til húsa í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 2.hæð.

Árni Björn er knapi ársins

Uppskeruhátíð hestamanna var hátíðleg að vanda og þar voru verðlaunaðir knapar ársins í sex flokkum auk þess sem keppnishestabú og ræktunarbú ársins voru verðlaunuð.

Frábærir veislustjórar og stórskemmtileg skemmtiatriði!

Uppskeruhátíð hestamanna fer fram á morgun, laugardaginn 5.nóvember, í Gullhömrum og það stefnir allt í frábæra Uppskeruhátíð! Veislustjórar verða þau Andrea Þorvaldsdóttir og Jón Kristófer Sigmarsson (Jonni á Hæli) og þau munu gera óspart grín að sjálfum sér og öðrum.

Kortasjáin 11.607 km

Kortasjá LH er algjört þarfaþing við skipulag og framkvæmd ferðalaga á hestum. Búið er að yfirfara og bæta við reiðleiðum á Reykjanesi og í Ölfusi og er heildarlengd reiðleiða í nú 11.607 km.

Guðbjörg Viðja syngur fyrir hestamenn

Þessi stórefnilega unga söngkona ætlar að koma fram og syngja á Uppskeruhátíðinni á laugardaginn! Hún er 16 ára gömul og er dóttir Antons Páls Níelssonar og Ingu Maríu S. Jónínudóttur reiðkennara með meiru.

Miðasalan rýkur af stað

Miðasalan fer gríðarlega vel af stað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 5.nóvember n.k. í Gullhömrum Grafarholti. Það er um að gera að tryggja sér miða í tíma!

Tilnefningar til knapaverðlauna

Valnefnd sú er tók að sér það verkefni að fara yfir árangur keppanda á liðnu keppnistímabili er tilbúin með tilnefningar í alla flokka. Þeir sem verða svo útnefndir í hverjum flokki verða að venju heiðraðir á Uppskeruhátíð hestamanna þann 5. nóvember auk þess sem ræktunarbúi ársins verða veitt verðlaun.

Uppskeruhátíðin verður glæsileg

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember. Það stefnir í frábært kvöld með góðum mat, frábærum félagsskap, verðlaunaafhendingum, kveðju frá Gísla Einars í Landanum og öðru skemmtiefni.

Haustfundur HEÞ

Boðað er til fundar til að ræða um framtíðarfyrirkomulag HEÞ.

Úrval Útsýn kemur þér á HM2017

Það verður veisla á næsta ári þegar heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í Oirschot í Hollandi og án efa hafa margir knapar sett stefnuna í landslið Íslands sem mun keppa þar fyrir Íslands hönd.