Frestur til framboðs stjórnar LH til 30.sept.

Athygli er vakin á því að frestur til framboðs stjórnar Landssambands hestamannafélaga rennur út föstudaginn 30.september.

Skilafrestur á kjörbréfum fyrir 60.landsþing LH er á morgun 20.sept.

Minnum á að skila þarf inn kjörbréfum fyrir 60.landsþing LH á morgun, þriðjudaginn 20.sept. Formenn og framkvæmdastjórar hestamannafélaga hafa áður fengið sendar upplýsingar um þessi skil.

Tillögur stjórnar LH

Tillögur stjórnar LH má finna hér á vefnum undir "Um LH" og þar undir "Landsþing 2016". Það er einnig að finna allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir þingfulltrúa.

Skilafrestur á tillögum fyrir 60.landsþing er í dag, 16.sept.

Minnum á að samkvæmt lögum og reglum LH, grein 1.2.2. "Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn LH minnst 4 vikum fyrir þingið."

Umsóknir fyrir Íslandsmót 2017 og 2018

Umsóknum um að halda Íslandsmót fullorðinna og Íslandsmót yngri flokka 2017 og 2018 skal komið til skrifstofu LH fyrir 30.september næstkomandi.

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.

Haustútsala Líflands er í fullum gangi

Fatnaður, hestavörur, gæludýravörur og rekstrarvörur bænda í úrvali. Lífland er núna á fimm stöðum:

Áhugamannadeild Spretts 2017

Loftið var rafmagnað í Samskipahöllinni á laugardagskvöldið þegar dregið var um þau þrjú lið sem fá tækifæri til að bætast við deildina í vetur og spreyta sig.

Áhugamannadeild Spretts 2017

Laugardaginn 3. september kl. 20:15 verður dregið úr umsóknum nýrra liða í Áhugamannadeild Spretts fyrir keppnisárið 2017. Spennan er gífurleg en sjö lið hafa sótt um þau þrjú sæti sem eru laus í deildinni.

Haustmót Léttis - niðurstöður

Skemmtilegt mót var haldið á laugardaginn á Hlíðarholtsvelli.