Mikill fjöldi gesta og áhugi á samstarfi á alþjóðavettvangi

Íslandsstofa stýrði þátttöku Horses of Iceland í Equitana sýningunni í Essen í Þýskalandi sem stóð yfir dagana 18.-26. mars.

Ylfa og Hákon sigurvegarar kvöldsins

Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar var haldið í gær sunnudag. Það var Límtré Vírnet sem styrkti þetta mót og hlutu knapar glæsileg verðlaun og að auki fengu knapar í A- og B-úrslitum og fimm efstu í skeiðinu, 1 bretti af spónaböllum, sem vitaskuld kætti foreldrana gríðarlega!

Meistaradeild Líflands og æskunnar á sunnudaginn

Það er komið að Límtré Vírnet mótinu í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Keppt verður í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina. Þetta eru mjög tæknilegar greinar og að sjálfsögðu hraði og spenna í skeiðinu. Mótið er það þriðja í röðinni og verður sem fyrr haldið í reiðhöllinni í Víðidal.

Stjörnur í Samskipahöllinni

Fimmgangurinn er á morgun í Samskipahöllinni í Spretti. Keppni hefst kl. 19:00 en það er Sylvía Sigurbjörnsdóttir sem ríður á vaðið á gæðingi sínum Héðni Skúla frá Oddhóli.

Horses of Iceland á Equitana

Horses of Iceland býður ykkur velkomin á alþjóðlegu hestasýninguna Equitana í Essen, Þýskalandi, 18.-26. mars næstkomandi, þar sem starfsfólk okkar mun kynna íslenska hestinn á bási 2-B19.

Landsliðsfundurinn tókst afar vel

Á mánudagskvöldið hélt landsliðsnefnd LH metnaðarfullan fræðslufund í veislusal Samskipahallarinnar í Spretti. Farið var yfir lykil að vali landsliðsins sem halda mun á HM í Hollandi í sumar, nýir samstarfsaðilar kynntir til leiks og að lokum flutti Heimir Hallgrímsson magnað erindi.

Æskulýðsnefnd LH á Selfossi

Fundaferð Æskulýðsnefndar LH heldur áfram og á laugardaginn var fudur á Suðurlandi og Sleipnir á Selfossi bauð heim. Fulltrúar fjögurra hestamannafélaga mættu og voru umræðurnar skemmtilegar og fróðlegt var að heyra um hvað æskulýðsstarfið snýst á hverjum stað fyrir sig.

Framtíðarfyrirkomulag HEÞ

Boðað er til fundar til að ræða um framtíðarfyrirkomulag HEÞ, Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga. Sigríkur Jónsson formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands mætir á fundinn og segir frá starfsemi sinna samtaka en þau byggja á einstaklingsaðild en eru ekki samtök aðildarfélaga eins og HEÞ.

Fundur Landsliðsnefndar LH - Heimir Hallgrímsson fyrirlesari

Hestamenn heimsækja forsetann

Fulltrúar Landssambands hestamannafélaga fóru á fund forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, á dögunum. Þar kynntu þeir hestaíþróttina, menninguna og lífsstílinn, allt sem LH stendur fyrir í hestamennskunni.