TIlkynning frá GDLH

Ágætu hestamenn! Það hefur ekki farið framhjá neinum sem stunda hestamennsku að sú flensa sem gengur í hrossastofninum hefur þegar haft slæm áhrif á hestamennskuna á allan máta. Úrtökum og mótum hefur verið frestað á flestum stöðum og fæst þeirra dagsett á ný.  Því er ljóst að mikið verður um mót og úrtökur þegar líður fram í júní og gæti orðið erfitt að finna dómara á öll mót  ef þau verða mjög þétt. 

Fulltrúar framboðsflokkanna í Top Reiter höllinni

Léttir býður fulltrúum framboðsflokkanna á fund í Top Reiter höllinni, miðvikudaginn 19. maí kl. 20:00. Fulltrúar allra framboðsflokkanna eru velkomnir á fundinn. Hestamenn fjölmennum á fundinn og sýnum málefnum okkar áhuga.

Hollaröðun á kynbótasýningunni á Sörlastöðum

Hollaröðun á héraðssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagan 25.- 27. maí 2010. Knapar að fylgjast vel með breytingum sem kunna að verða á hollaröðuninni vegna forfalla. Á þriðjudaginn 25. maí hefjast dómar kl. 12.30 og verður ein dómnefnd við störf þann dag. Miðvikudag og fimmtudag (26. og 27. maí) hefjast dómstörf kl. 8.00 og þá verða tvær dómnefndir að störfum. Yfirlitssýning verður svo föstudaginn 28. maí n.k. Tímsetning nánar auglýst síðar.

Fræðslufundur um kvefpestina

Fræðslufundur um kvefpestina sem geisar í hrossastofninum þessa dagana verður á fimmtudagskvöldið kl. 20:30 í Reiðhöllinni. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma mun og Vilhjálmur Svansson, dýralæknir munu halda erindi og svara fyrirspurnum um veikina. Staður: Reiðhöllin í Víðidal Tími: Fimmtudaginn 20. maí kl. 20.30 Frítt inn og allir velkomnir – veitingar seldar á staðnum. Í dag (miðvikudag) er Hreinsunardagur Fáks og hefst hann kl. 17:30. Fólk er hvatt til að koma og hjálpa okkur að gera svæðið snyrtilegt í kringum okkur. Ruslapokar verða afhentir og gámar verða staðsettir við félagsheimilið og upp í Víðidal. Hestamannafélagið Fákur.

Gangmyllan gefur út stóðhestabækling

Gangmyllan á Syðri-Gegnishólum hefur gefið út bækling til kynningar á stóðhestum búsins. Bæklingurinn sem er 12 síður litprentaður kynnir tíu stóðhesta úr ræktun þeirra Bergs Jónssonar og Olil Amble sem búa á Syðri-Gegnishólum.

Íslenskir unglingar á FEIF Youth Cup

FEIF Youth Cup er haldið annað hvert ár og að þessu sinni verður mótið haldið í Kalø í Danmörku 10.-18. júlí 2010. Íslenski hesturinn, liðsheild og alþjóðleg menning eru einkennisorð mótsins. Þar gefst unglingum og ungmennum á aldrinum 14-17 ára víðsvegar að úr heiminum kostur á að koma saman og keppa í hestaíþróttum. 

Forseti ÍSÍ kjörinn forseti FIBA Europe

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var nú á dögunum kjörinn nýr forseti FIBA Europe. FIBA Europe, Körfuknattleikssamband Evrópu, er eitt af stærstu íþróttasamböndum í heiminum og er óhætt að fullyrða að þetta embætti er hið stærsta sem íslenskur forystumaður innan íþróttahreyfingarinnar hefur gengt á erlendum vettvangi.

Úrtökur fyrir Landsmót

,,Fólk þarf að sýna þessu ástandi skilning, framkvæmdaraðilar, mótshaldarar og allir þeir sem koma að mótahaldi gera sitt besta hverju sinni í þessari óvenjulegu stöðu sem nú er“ segir Sigurður Ævarsson mótsstjóri Landsmóts.

Samningur um hnitun reiðleiða og landfræðilega kortasjá

Landssamband hestamannafélaga (LH) og Loftmyndir ehf. hafa undirritað samning um afnot af landfræðilegum gögnum í eigu Loftmynda og þjónustu þeim tengdri. Myndkort af öllu landinu með 0,15 m. upplausn í þéttbýli, 0,5 m. í dreifbýli og 1 m. á hálendinu verða afhent með WMS þjónustu, einnig er sýnt vegakerfi og örnefnaskrá Loftmynda.

Kynbótasýning Sörlastöðum í Hafnarfirði

Vegna kvefpestar sem nú herjar á hross hafa skráningar verið dræmar á kynbótasýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði og þess vegna mun hún ekki hefjast fyrr en 25. maí, eins og þegar hefur verið tilkynnt. Mikið var um afskráningar í dag og nokkrir knapar hafa haft samband og ætla að sjá til fram yfir helgi hvort þeir geti mætt með þau hross sem þegar hafa verið skráð til leiks.