Ármótakveðja frá LH

Landssamband hestamannafélaga óskar hestafólki um allt land gleðilegs árs og friðar, og þakkar kærlega fyrir viðburðaríkt síðastliðið ár.

Ísleifur Jónasson nýr maður í aðalstjórn

Ísleifur Jónasson í Kálfholti, Geysi, er nýr maður í aðalstjórn LH. Sigrún Kristín Þórðardóttir, formaður Þyts, fékk flest atkvæði í varastjórn. Allir aðalmenn voru endurkjörnir nema Einar Ragnarsson, sem er fluttur til útlanda og gaf eðli málsins samkvæmt ekki kost á sér.

Græðum upp sandinn með Ella

Erling Sigurðsson var nokkuð áberandi á Landsþingi LH. Hann hafði skoðanir á ýmsum málum, en húmorinn var í lagi og stutt í grínið. Lýsingar hans á aðstöðu knapa og keppnishrossa á LM2008 vöktu hlátur og urðu efni í vísur. Kveðskapur á LH þingum hefur þó minnkað verulega frá því sem áður var.

Fimm fengu gullmerki LH

Fimm félagar í hestamannahreyfingunni voru sæmdir gullmerki LH á Landsþingi samtakanna sem hófst í dag. Fjórir karlar og ein kona. Að mati viðstaddra voru þessir aðilar allir vel að merkinu komnir.

Fimm fengu gullmerki LH

Fimm félagar í hestamannahreyfingunni voru sæmdir gullmerki LH á Landsþingi samtakanna sem hófst í dag. Fjórir karlar og ein kona. Að mati viðstaddra voru þessir aðilar allir vel að merkinu komnir.

24 milljóna hagnaður af LM08

Tuttugu og fjögra milljón króna hagnaður er af rekstri Landsmóts ehf. fyrstu níu mánuði ársins 2008, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður Landsmóts ehf. gerði grein fyrir stöðunni á Landsþingi LH í dag.

Lægra afgjald á stærstan þátt í auknum hagnaði

Lægra afgjald til Rangárbakka ehf. á stærstan þátt í auknum hagnaði Landsmóts ehf.. Þetta kom fram í svari Haraldar Þórarinssonar, formanns LH, í svari við fyrirspurn um afstöðu LH til leigu fyrir Landsmótssvæðin.

Árið 2007 metár í veltu hjá LH

Velta Landsambands hestamannafélaga hefur líklega aldrei verið meiri en á árinu 2007. Tekjur voru ríflega 45 milljónir og gjöld tæplega 42 milljónir. Tekjur fyrir árið 2006 voru 27 milljónir króna. Reikningar beggja ára voru samþykktir á þingi LH í dag.

Þytur hlýtur æskulýðsbikarinn

Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu hlýtur æskulýðsbikar LH fyrir árið 2008. Er það einróma álit að æskulýðsstarfið í félaginu hafi verið til fyrirmyndar.

Vestur-Húnvetningar uppskera

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktar - samtaka Vestur-Húnvetninga var haldin í haust. Knapar ársins í Vestur – Hún. eru Ísólfur Líndal, Helga Una Björnsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. Hrossaræktabú ársins í Vestur-Hún. er Grafarkot.