Uppgjör LM2008 ekki til umræðu

Uppgjör LM2008 verður ekki til umræðu á fundi LH um LM2008 sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal á fimmtudaginn klukkan fimm síðdegis. Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri LM2008, segir að endanlegt uppgjör liggi ekki fyrir.

Torsótt að opna Kóngsveginn

Mjög torsótt mun reynast að koma hinum aldargamla Kóngsvegi í gagnið sem reiðvegi í upprunalegri mynd. Það hefur reynslan kennt okkur. Vegurinn liggur á köflum um einkalönd. Og þrátt fyrir að ekki megi loka fornum reiðleiðum, lögum samkvæmt, er reynslan sú að sá bókstafur má sín oft lítils þegar til kastanna kemur. Flestir elska friðinn og taka þann kostinn frekar en að troða illsakir við landeigendur.

Opinn fundur um LM2008

Opinn fundur um Landsmót hestamanna 2008 verður haldinn þann 9. október næstkomandi í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn hefst klukkan 17:00 og stendur til 18:30. Frummælendur á fundinum verða Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri LM 2008, Sigurður Ævarsson, mótstjóri LM 2008, og Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur.

Hægt að skoða hverja þúfu

Þeir sem hyggja á hestaferðir um Suðvesturland geta nú skoðað og prentað út afar nákvæmt kort með öllum helstu reiðleiðum á svæðinu. Með því að klikka á hnappinn “Reiðvegamál” hér til vinstri finnur þú slóð sem vísar á svokallaða kortasjá, sem hýst er á vefnum loftmyndir.is.

Járningamenn vilja inn í LH

Járningamannafélag Íslands hefur sótt um inngöngu í Landssamband hestamannafélaga. Sigurður Torfi Sigurðsson, formaður félagsins, segir að ekki sé um að ræða umsókn um fulla félagsaðild á sama grundvelli og hestamannafélögin. Heldur aðild á líkum nótum og dómarafélög LH hafa.

Mikil gleði og afslappað andrúmsloft

Vilhjálmur Skúlason, varaformaður LH, og Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður landsliðsnefndar LH og formaður Gusts í Kópavogi, fylgdust með heimsmeistarakeppninni í Trec sem fram fór í Frakklandi í september. Þátttaka í henni var liður í samstarfsverkefni LH og landbúnaðarráðuneytisins sem lýtur að því að auka veg íslenska hestsins í Frakkalndi.

Fjögur ungmenni keppa á heimsmeistaramóti í Trec

Fjögur íslensk ungmenni kepptu á heimsmeistaramótinu í Trec, sem fram fór í Frakklandi í september. Þátttaka Íslands í keppninni er liður í samstarfsverkefni LH og landbúnaðarráðuneytisins, sem miðar að því að auka veg íslenska hestsins í Frakklandi.

Vestur-Húnvetningar uppskera

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktar - samtaka Vestur-Húnvetninga var haldin í haust. Knapar ársins í Vestur – Hún. eru Ísólfur Líndal, Helga Una Björnsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. Hrossaræktabú ársins í Vestur-Hún. er Grafarkot.

Fjögur ungmenni keppa á heimsmeistaramóti í Trec

Fjögur íslensk ungmenni kepptu á heimsmeistaramótinu í Trec, sem fram fór í Frakklandi í september. Þátttaka Íslands í keppninni er liður í samstarfsverkefni LH og landbúnaðarráðuneytisins, sem miðar að því að auka veg íslenska hestsins í Frakklandi.

Góður jarðvegur fyrir íslenska hesta í Frakklandi

Fjögur íslensk ungmenni tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Trec, sem fram fór í Frakklandi í september. Var það liður í samstarfsverkefni LH og landbúnaðarráðuneytisins, sem miðar að því að auka sölu á íslenskum hestum til Frakklands og að blása lífi í Íslandshesta félögin þar í landi.