Ísleifur Jónasson nýr maður í aðalstjórn

Ísleifur Jónasson í Kálfholti, Geysi, er nýr maður í aðalstjórn LH. Sigrún Kristín Þórðardóttir, formaður Þyts, fékk flest atkvæði í varastjórn. Allir aðalmenn voru endurkjörnir nema Einar Ragnarsson, sem er fluttur til útlanda og gaf eðli málsins samkvæmt ekki kost á sér.Ísleifur Jónasson í Kálfholti, Geysi, er nýr maður í aðalstjórn LH. Sigrún Kristín Þórðardóttir, formaður Þyts, fékk flest atkvæði í varastjórn. Allir aðalmenn voru endurkjörnir nema Einar Ragnarsson, sem er fluttur til útlanda og gaf eðli málsins samkvæmt ekki kost á sér.Ísleifur Jónasson í Kálfholti, Geysi, er nýr maður í aðalstjórn LH. Sigrún Kristín Þórðardóttir, formaður Þyts, fékk flest atkvæði í varastjórn. Allir aðalmenn voru endurkjörnir nema Einar Ragnarsson, sem er fluttur til útlanda og gaf eðli málsins samkvæmt ekki kost á sér.

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, og Vilhjálmur Skúlason, varaformaður, hlutu rússneska kosningu og voru hylltir með lófataki. Þegar kom að kosningu meðstjórnenda komu fram tillögur til viðbótar við tillögu kjörnefndar og varð því að kjósa leynilegri kosningu. Fimm sæti voru laus og í þau raðaðist eftir atkæðafjölda:

Sigurður Ævarsson, Sörla, 127 atkvæði
Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki 124 atkvæði
Oddur Hafsteinsson, Andvara, 101 atkvæði
Sigfús Helgason, Létti, 93 atkvæði
Ísleifur Jónasson, Geysi, 93 atkvæði

Í varastjórn komu einnig fram tillögur til viðbótar uppstillingu kjörnefndar. Fimm sæti voru í boði og í þau raðaðist eftir atkvæðafjölda:

Sigrún Kristín Þórðardóttir, Þyti, 132 atkvæði
Sigrún Valdimarsdóttir, Mána, 130 atkvæði
Eyþór Gíslason, Glað, 112 atkvæði
Gunnar Sturluson, Snæfellingi, 110 atkvæði
Þorvarður Helgason, Fáki, 96 atkvæði

Til gamans má geta þess að allir stjórnarmenn LH eru nú búsettir á vestari helmingi landsins, vestan Vaðlaheiðar á Norðurlandi og Markafljóts á Suðurlandi.

Á myndinni eru frá vinstri: Ísleifur, Oddur, Sigfús, Haraldur, Gunnar, Vilhjálmur, Guðrún, Maríanna, Sigurður, Sigrún og Eyþór.