Jóhanna Margrét og Bárður frá Melabergi efst eftir forkeppni í V1

Jóhanna Margrét og Bárður frá Melabergi
Jóhanna Margrét og Bárður frá Melabergi

Jóhanna Margrét heldur áfram að styrkja stöðu sína í fjórgangi en hún og Bárður frá Melabergi áttu stórgóða sýningu og enduðu efst  í forkeppninni með 7,90.  Þau eru ríkjandi Íslandsmeistarar í Fjórgangi síðustu tveggja ára.

Í öðru til þriðja sæti sitja Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum og Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga frá Oddhóli með 7,50. Í fjórða sæti er svo Hákon Dan Ólafsson og Hátíð frá Hólaborg með 7,47 en þau voru sigurvegarar Reykjarvíkurmeistaramóts Fáks. Í fimmta til sjöunda sæti eru þau Teitur Árnason og Auðlind frá Þjórsárbakka, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum og Helga Una Björnsdóttir og Hnokki frá Eylandi en þau hlutu öll 7,40.

Jóhanna Margrét hefur átt gott keppnis ár, hún og Bárður leiddu forkeppnina í V1 og T1 á Reykjarvíkurmeistaramóti Fáks og enduðu sem sigurvegar í tölti.  Það verður því spennandi að fylgjast með þeim á Íslandsmótinu.

Efst inn í B- úrslit eru svo Jóhanna Margrét Snorradóttir og Kormákur frá Kvistum og Stella Sólveig Pálmarsdóttir og Stimpill frá Strandarhöfði en þau hlutu 7,23 og sitja í áttuna til níunda sæti. Aðrir í B úrslitum verða: Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Flaumur frá Fákshólum, Sigurður Vignir Matthíasson og Safír frá Mosfellsbæ, Hans Þór Hilmarsson og Fákur frá Kaldbak, Hinrik Bragason og Sigur frá Stóra-Vatnsskarði og Viðar Ingólfsson og Þormar frá Neðri-Hrepp.

Úrslit í fjórgangi fara fram kl 14:25 á sunnudaginn.