HM2013: Forkeppni í fimmgangi hafin

Forkeppni í F1 hófst rétt fyrir hádegi í dag, Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi var fyrsti Íslendingurinn í braut og tók forystuna með einkunina 7,30. Hér fyrir neðan má sjá ráslista dagsins.

Melgerðismelar 2013 - skráning er hafin!

Að venju verður haldið opið mót hestamanna á Melgerðismelum þriðju helgina í ágúst, nánar tiltekið 17. og 18. ágúst þetta árið. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu.

HM2013: Keppni í fjórgangi hófst í morgun

Keppni í fjórgangi hófst í morgun í Berlín en íslensku knaparnir keppa ekki fyrr en eftir hádegishléið eða kl 13:30 að staðartíma. Fyrstur til leiks er ungmennið Gústaf Ágúst Hinriksson en alls á Ísland fimm keppendur í V1. Eins og staðan er nú, eru það Frauke Schenzel á Tígli vom Kronshof sem eru efst á blaði með einkunina 8,17.

HM2013: Keppni hófst í gær

Mótið byrjaði í gær á HM í Berlín með byggingardómum á kynbótahrossum og sýningu á 5 vetra hryssum, þar sem Sigurður Vignir Matthíasson sýndi Vakningu frá Hófgerði og hlaut Vakning 8,25 í aðaleinkunn.

Hestaþing Loga

Haldið í Hrísholti - Gæðingamót og opin töltkeppni.

Stórmót Geysis

HM2013: Allir frískir og hressir

Hestar íslenska landsliðsins koma vel undan flutningnum frá Íslandi og hafa það gott á HM-svæðinu í Berlín að sögn Eyjólfs Þorsteinssonar sem spjallaði við vefstjóra Lhhestar.is nú fyrir skömmu. Þá voru þeir nokkrir liðsmenn saman á hjólaleigu að leigja sér hjól, sem er mikill þarfagripur á móti sem þessu.

Hestaþing Kóps

Félagsmót Storms

Gæðingakeppni og tölt á Söndum í Dýrafirði - 26.-27. júlí 2013

Fákaflug