Dregið hefur verið úr happdrætti Allra Sterkustu

Dregið hefur verið úr happdrætti Allra Sterkustu. Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá kl 9-15 virka daga gegn framvísun happdrættismiðans. Þeir sem keyptu miða í vefverslun hafa fengið miðana senda í tölvupósti.

Dregið úr stóðhestaveltunni og happdrættinu á föstudaginn

Þá er komið að því dregið verður úr Stóðhestaveltunni og Happdrættinu á föstudaginn, 19. maí. Enn eru fáeinir miðar eftir í Stóðhestaveltuna. LH þakkar stóðhestaeigendum og styrktaraðilum kærlega fyrir að standa við bakið á landsliðinu okkar í hestaíþróttum. Þá þökkum við öllum þeim sem keyptu happdrættismiða og miða í stóðhestaveltuna fyrir að styrkja landsliðið okkar og vonum að vinningarnir gleðji.

Tilkynning frá U-21 landsliðsþjálfara

Knapar á aldrinum 16-21 árs og eru að keppa um sæti í U-21 landsliðshópnum og jafnvel þátttöku á HM í sumar eru hvattir til þess að láta vita að sér hjá landsliðsþjálfara U-21 landsliðshópsins eða afreksstjóra LH.

Mótshaldarar haldi keppni í flugskeiði utan húss

Öryggisnefnd LH beinir þeim tilmælum til mótshaldara að keppni í flugskeiði sé haldin utan húss. Öryggisnefnd bendir á að alvarleg slys hafa orðið við æfingar á flugskeiði innan húss. Ef keppni er haldin innan húss, þrátt fyrir ofangreind tilmæli, verður að tryggja að aðstæður séu í samræmi við lög og reglur LH, niðurhægingarkafli sé nægilega langur og flóttaleið greið. Á það einnig við um æfingar á flugskeiði innan húss. Öryggisnefnd bendir á að hestamannafélag/mótshaldari hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna ófullnægjandi öryggis á æfingu í flugskeiði innan húss.

Nokkrir miðar eftir undir bestu hesta landsins

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða í Stóðhestaveltunni, en þar gefst einstak tækifæri til að fá toll undir ein af bestu stóðhestum landsins og styrkja á sama tíma landsliðið í hestaíþróttum. Einnig er ennþá hægt að kaupa miða í happdrættið. Útdráttur verður kynntur síðar.

Starfshópur heimsótti félagshesthúsið í Sörla

Starfshópur um bætt aðgengi barna að hestamennsku óskaði eftir að fá að kynna sér félagshesthúsið í Sörla, var stjórn og starfsmönnum LH boðið og fulltrúa Horses of Iceland að slást í hópinn. Fór kynningin fram þann 3. maí síðastliðinn. Félaghesthús er frábær leið til að koma á móts við börn og unglinga sem vilja vera í hestum en hafa ekki bakland til þess. Hjá Sörla eru á hverri önn 12-14 þátttakendur sem mæta tvisvar í viku í félagshesthúsið. Þar geta þau ýmist leigt pláss fyrir eigin hest eða fengið lánaðan hest til þess að geta tekið þátt í starfinu.

Úrslit Allra sterkustu

Allra sterkustu fór fram í TM höllinni í Víðidal á laugardaginn. Mótið heppnaðist einkar vel en megin tilgangur þess er að safna styrkjum fyrir Landsliði í hestaíþróttum. Þar öttu kappi okkar sterkustu knapar ásamt því að sem U21 landsliðið var með glæsilega sýningu. Mikil stemning var í höllinni og frábært hversu margir lögðu leið sína á sýninguna.

Ráslisti fyrir Allra sterkustu

Nú er sýningin alveg að bresta á! Þeir sem kaupa miða og mat í forsölu fá frátekin sæti á besta stað í stúkunni. Það er því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst! Húsið opnar kl 18:00 með mat og happy hour. Sýningin hefst svo klukkan 20:00

Glæsilegir vinningar í happdrættinu

Happdrætti Allra sterkustu er með allra glæsilegasta móti og til mikils að vinna. Sala happdrættismiða er í fullum gangi hér á heimasíðunni en auk þess verður hægt að tryggja sér miða á meðan á sýningunni stendur. Dregið verður úr seldum miðum og niðurstöðurnar birtar á sama tíma og dregið verður í stóðhestaveltunni. Miðar sem eru keyptir í vefverslun verða sendir til kaupenda.

Fulltrúar Íslands sem fara á FEIF Youth Camp 2023

Nú er orðið ljóst hvaða tveir unglingar verða fulltrúar Íslands á FEIF Youth Camp í Finnlandi í ár. Fyrst viljum við þakka öllum sem sendu inn umsóknir en alls bárust æskulýðsnefnd 21 umsókn!