Breytingar á skrifstofu LH

Á skrifstofu LH starfar öflugt teymi starfsmanna en 1. nóvember urðu nokkrar breytingar. Berglind Karlsdóttir er nýr framkvæmdastjóri LH, Berglind hefur starfað sem verkefnastjóri á skrifstofunni frá því í janúar 2019. Hjörný Snorradóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri er tekin við starfi verkefnastjóra, Hjörný hefur starfað á skrifstofunni síðan í júní 2017.

Jóhann R. Skúlason er knapi ársins

Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Einnig á hann hæstu tölteinkunn ársins, 8,90.

Formannafundur LH og 70 ára afmæli LH

Formannafundur LH var haldinn 1. nóvember í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum hestamannafélaga um allt land. Mesti þungi umræðna á fundinum var um nýliðun, æskulýðsstarf og félagshesthús.

Hestamannafélagið Geysir hlaut æskulýðsbikar LH

Hestamannafélagið Geysir hlaut æskulýðsbikar LH að þessu sinni fyrir öflugt æskulýðasstarf á árinu. Karen Woodrow formaður æskulýðsnefndar LH afhenti bikarinn en það kom í hlut Katrínar Sigurðardóttur að veita bikarnum viðtöku fyrir hönd Geysis.

Uppskeruhátíðardagar í Líflandi 1. og 2. nóvember

Vegna Uppskeruhátíðar hestamanna laugardaginn 2. nóvember býður Lífland upp á sérstaka „Uppskeruhátíðarafslætti“ á ýmsum fatnaði og hestavörum dagana 1. og 2. nóvember í versluninni á Lynghálsi 3.

Tilnefningar til knapaverðlauna og keppnishestabús ársins 2019

Tilnefningar valnefndar LH til knapaverðlauna og fyrir keppnishestabú ársins liggja fyrir. Verðlaunin verða veitt á Uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu 2. nóvember. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi og miðapantanir sendar á netfangið uppskeruhatidhestamanna@gmail.com.

Uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu

Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda verður haldin á Hótel Sögu 2. nóvember. Húsið opnar kl. 19.00.

Keppnishestabú ársins - árangur

Á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 2. nóvember n.k. á Hótel Sögu, verður að venju verðlaunað keppnishestabú ársins.

Formannafundur LH 1. nóvember

Formannafundur LH verður haldinn 1. nóvember í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu

Það styttist óðum í uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda. Hátíðin er að þessu sinni haldi á Hótel Sögu og býður Hótel Saga veislugestum sértilboð á gistingu í tengslum við hátíðina. Boðið verður upp á þriggja rétta hátíðarmatseðil ásamt hefðbundinni dagskrá uppskeruhátíðar.