Opið Karlatölt

Karlatöltið fer fram í reiðhöll Andvara föstudaginn 23. mars. Skráning er Þriðjudaginn 20. mars kl. 20:00 – 22:00 í félagsheimilinu.    

Lífstöltið 24.mars

Mótið verður haldið í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ þann 24. mars kl.10. Skráning verður í Harðarbóli fimmtudaginn 22. mars á milli kl. 19 og 22 og í síma 566 8282.

KEA mótaröð

Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að breyta dagssetningunni á lokakvöldi KEA mótaraðarinnar.Við ætlum að halda tölt T2 og skeiðið föstudaginn 23. mars og byrja kl. 20:00

Landssamband hestamannafélaga, landsliðsefnd LH  og undirbúningsnefnd „Svellkaldra kvenna“ þakkar eftirtöldum fyrirtækjum, einstaklingum og hrossaræktarbúum  stuðninginn.

„Þeir allra sterkustu“ – úrtaka

Nú er tími ístöltanna en nýlokið mót „Svellkaldra kvenna“ var allt hið glæsilegasta, enda hestakosturinn frábær.  Úrtaka fyrir ístöltið „Þeir allra sterkustu“ verður haldinn laugardaginn 24. mars kl. 20:00 í Skautahöllinni í Laugardal.

Svellkaldar - tölur úr forkeppni

Hér má sjá allar niðurstöður úr forkeppni á ístöltsmóti kvenna "Svellköldum konum" sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal lau. 17. mars sl. 

Þórarinn sigrar Stjörnutölt

Það var hinn knái knapi Þórarinn Eymundsson sem sigraði Stjörnutöltið í Skautahöllinni á Akureyri á laugardaginn var á hestinum Takti frá Varmalæk. Hlutu þeir félagar 8,50 í einkunn í úrslitunum.

Kórskemmtun og ball

Gustkórinn heldur sína árlegu söngskemmtun í Glaðheimum laugardaginn 24. mars kl. 21. 

Peningaverðlaun á opnu Barkamóti

Nú styttist í hið geysivinsæla Barkamót, sem haldið verður í Reiðhöllinni í Víðidal, sunnudaginn 25. mars. Þátttaka á Barkamótinu er öllum opin og keppt er um veglegt verðlaunafé sem Barki ehf. gefur.

Stórglæsilegt ístöltsmót kvenna

Úrslit af Svellköldum Hið stórskemmtilega mót „Svellkaldar konur“ fór fram í gærkvöldi þar sem 100 konur tóku þátt í ístöltskeppni í Laugardalnum í Reykjavík. Hestakostur var gríðarlega góður og áberandi hversu reiðmennska og snyrtimennska var í háum gæðaflokki.