Fáksfréttir

Fákur óskar hestamönnum gleðilegs nýs árs og minnir um leið á nokkra viðburði í félaginu á næstunni.

Fóðrun og meðferð hrossa

Mánudaginn 9. janúar mun Ingimar Sveinsson halda fyrirlestur um fóðrun og meðferð hrossa í Harðarbóli kl. 19:30. Fyrirlesturinn  hentar ungum sem öldnum og hvetjum við alla Harðarfélaga til að mæta.

Upphafshátíð æskulýðsnefnda Andvara og Gusts

Upphafshátíð æskulýðsnefnda Andvara og Gusts verður haldin félagsheimili Andvara sunnudaginn 8. janúar frá kl.16:00 - 18:00.

Æskulýðsstarf Gusts og Andvara

Í vetur ætla æskulýðsnefndir Gusts og Andvara að starfa saman, verkefni nefndarinnar eru æskulýðsstarf og námskeiðahald fyrir börn og unglinga.

Guðmar Þór Péturs með sýnikennslu

Guðmar Þór Pétursson reiðkennari verður með sýnikennslu fimmtudaginn 5. jan í nýja Gusti í reiðhöllinni Hamraenda 16-18 ath enginn aðgangseyrir.

Limsfélagið kynnir...

Limsfélagið og hrossaræktardeild Fáks hefur vetrarstarfið 2012 af fullum krafti með árlegri hrossakjötsveislu í félgsheimili Fáks Laugardagskvöldið 7 janúar n.k.