Uppfærðir stöðulistar fyrir Landsmót

Að gefnu tilefni eru stöðulistar Landsmóts í tölti, 100m skeiði, 150m skeiði og 250m skeiði birtir aftur. Það skal áréttað að í tölti og 100m skeiði er um að ræða íþróttakeppni þar sem árangur parsins, knapa og hests, gildir.

Landsmót hestamanna í beinni á Netinu

Innlendir og erlendir áhugamenn um íslenska hestinn og hestaíþróttir geta nú tryggt sér í áskrift aðgang að beinum útsendingum frá Landsmóti hestamanna alla keppnisdaga mótsins.

Uppfærð dagskrá Landsmóts

Landsmótið á Vindheimamelum er nú rétt handan við hornið og hefst eftir rúma viku. Nauðsynlegt var að gera smávægilegar breytingar á dagskrá og því gefur mótsstjórn út nýja dagskrá sem finna má hér og á vefnum okkar undir 'Dagskrá'.

Um járningar keppnishrossa

Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari sendi Landsmóti áhugavert bréf varðandi járningar keppnishrossa á mótinu. Honum er vitanlega umhugað um að þessi mál séu í lagi og því birtum við hugrenningar hans hér.

Fyrstu landsliðsknaparnir kynntir til leiks

Að loknum öllum úrslitum á Gullmótinu kynntu einvaldarnir, Einar Öder Magnússon og Hafliði Halldórsson, fyrstu knapana sem hafa unnið sér þátttökurétt í landsliðinu á HM í Austurríki síðar í sumar.

Viðar og Tumi á HM

Þeir félagar Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi hafa tryggt sér sæti í íslenska landsliðinu á HM í Austurríki. Þeir stóðu efstir í tölti með einkunnina 8,37 og því með 8,25 í meðaleinkunn út úr báðum umferðum.

Árni og Aris á HM

Árni Björn Pálsson og Aris frá Akureyri  hafa tryggt sér þátttökurétt á HM fyrir Íslandshönd með 7,14 í meðaleinkunn út úr báðum umferðum.

Hulda og Kjuði komin með miða á HM

Hulda Gústafsdóttir og Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu hafa tryggt sér sæti á HM í Austurríki. Þau hlutu einkunnina 7,47 í seinni umferð á Gullmótinu og eru því með meðaleinkunnina 7,49 út úr báðum umferðum.

Glæsileg ræktunarbú á LM

Sýningar ræktunarbúa skipa ávallt sérstakan sess í dagskrá landsmóta og er brekkan jafnan þétt setin á meðan. Gerð hefur verið sú breyting á dagskrá landsmóts, að ræktunarbússýningarnar hafa verið færðar af fimmtudagskvöldinu yfir á föstudagskvöldið 1. júlí kl. 20:00.

Endanlegir stöðulistar fyrir Landsmót 2011

Hér má sjá endanlega stöðulista fyrir Landsmót fyrir tölt og skeiðgreinar. Ef einhverjar athugasemdir eru við listana hafið þá endilega samband við skrifstofu LH í s:514-4030 eða lh@isi.is