Hinrik og Glymur Íslandsmeistarar í fimmgang

Hinrik Bragason og Glymur frá Flekkudal eru Íslandsmeistarar í fimmgang 2010.

Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi Íslandsmeistarar í tölti

Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra Hofi eru Íslandsmeistarar í tölti.

Mette Mannseth sigurvegari í fjórgangi en Elvar Þormarsson Íslandsmeistari

Mette Mannseth og Happadís frá Stangarholti eru sigurveigarar í fjórgangi á ÍM 2010, en þar sem hún er erlendur ríkisborgari getur hún ekki verið Íslandsmeistari.  Íslandsmeistari í fjórgangi er Elvar Þormarsson og glæsihryssan Þrenna frá Strandarhjáleigu.

Jakob Sigurðsson Íslandsmeistari í tölti T2

Jakob Sigurðsson og Alur frá Lundum eru Íslandsmeistarar í tölti T2

A-úrslit á ÍM 2010 hefjast kl 15:00 í dag

Eftirfarandi keppendur mæta til A-úrslita sem hefjast kl. 15.00 í dag.

Þriðji Íslandsmeistaratitill Sigurbjörns Bárðarsonar

Sigurbjörn Bárðarson tryggði sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn á ÍM 2010 í dag og nú í 150m skeiði á hesti sínum Óðni frá Búðardal. 

Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá Keldudal Íslandsmeistarar í 250m skeiði

Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá Keldudal bættu við sínum öðrum titli á ÍM 2010, en þeir félagar urðu Íslandsmeistarar í 250m skeiði rétt í þessu og fóru á tímanum 23,03sek

Sigurður Óli og Svalur vinna b úrslit í tölti á ÍM 2010

Sigurður Óli og Svalur unnu rétt í þessu b úrslit í tölti á ÍM 2010 með einkunina 8,12

John Sigurjónsson og Kraftur frá Strönd sigruðu b úrslit í T2 á ÍM 2010

John Sigurjónsson sigraði í b úrslitum í T2 á hesti sínum Krafti frá Strönd með einkunina 7,28

Elvar og Þrenna unnu sér þátttökurétt í a úrslitum í fjórgangi á ÍM 2010

Glæsihryssan Þrenna frá Strandarhjáleigu og knapi hennar Elvar Þormarsson unnu b úrslit í fjórgangi á ÍM 2010