Íþróttamóti Mána frestað

Opna íþróttamóti Mána og TM hefur verið frestað vegna kvefpestar sem gengur nú yfir hrossin á Mánagrund og víðar. Mótinu er frestað um óákveðin tíma. Er þetta gert samkvæmt ráðleggingu frá dýralækni.

Páll Bragi liðstjóri NM2010

Páll Bragi Hólmarsson, hrossaræktandi og tamningamaður í Austurkoti, hefur verið ráðinn liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum fyrir Norðurlandamót. Norðurlandamótið verður haldið í YPÄJÄ í FINNLANDI dagana 4.-8.ágúst 2010. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðunni www.nc2010.fi  

Hugur í Árbakkafjölskyldunni

„Við stefnum í heildina með 15 til 20 hross í úrtöku fyrir Landsmót. Þetta eru allt verulega frambærileg hross, en það skýrist með vorinu hversu mörg eru tilbúin í keppni eða sýningar,“ segir Hinrik Bragason, hrossaræktandi og hestamaður með meiru, á Árbakka í Rangárþingi ytra.

Vel heppnað Kvennatölt

Hið sívinsæla Kvennatölt Gusts og Landsbankans fór fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í gærkvöldi. Til leiks voru skráðar vel á annað hundrað konur í fjórum styrkleikaflokkum og var keppnin hörkuspennandi og skemmtileg.

Fákar og fjör

Vegna ónógrar þátttöku fellum við niður fyrirhugaða stóðhestakynningu sem átti að vera laugardaginn 17.apríl í Top Reiter höllinni á Akureyri. Undirbúingsnefnd Fáka og fjörs.

Vesturlandssýning í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi

Ákveðið hefur verið að halda Vesturlandssýningu í reiðhöllinni í Borgarnesi 14. og 15. maí næstkomandi, en sýningar af þessu tagi voru haldnar á höfuðborgarsvæðinu hér á árum áður. Á sýningunni verður m.a. sýnt tölt, fimmgangur, fjórgangur, kynbótahross og atriði frá hestamannafélögunum á svæðinu.  Börn og unglingar munu líka koma fram.

Ráðstefna ÍSÍ og Íþróttafræðaseturs HÍ

Laugardaginn 30.apríl nk. verður haldin ráðstefna á vegum ÍSÍ og Íþróttafræðaseturs HÍ. Ráðstefnan ber heitið "Starf íþróttaþjálfara" og fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. LH hvetur reiðkennara sem og æskulýðsfulltrúa hestamannafélaganna að mæta og kynna sér áhugaverða ráðstefnu um störf íþróttaþjálfara.

Ráslistar Kvennatölts Gusts og Landsbankans

Ráslistar kvennatöltsins liggja nú fyrir. Mótið hefst kl. 14 á laugardaginn í reiðhöll Gusts. Afskráningar, leiðréttingar og breytingar skulu sendar á netfangið skjoni@simnet.is eins fljótt og auðið er.

Dagskrá Kvennatölts 2010

Dagskrá Kvennatölts Gusts og Landsbankans liggur nú fyrir. Mótið hefst kl. 14 á laugardaginn, 17. apríl, í reiðhöll Gusts í Kópavogi og eru vel á annað hundrað konur skráðar til leiks.

Meistaradeild UMFÍ og LH - frestað

Þriðja móti í mótaröð Meistaradeildar UMFÍ hefur verið frestað um óákveðinn tíma vega hestaflensunnar sem er að gera hestum erfitt fyrir um þessar mundir. Haft verður samband við keppendur til að finna nýjan mótsdag, þegar hægjast fer um. Kveðja, Mótshaldarar.