Opið Íþróttamót Hrings (miðnæturmót)

Opið Íþróttamót Hrings verður haldið þriðjudaginn 23.júní nk. Keppni hefst kl 17:00 og er áætlað að úrslit verði riðin í miðnætursól á Hringsholtsvelli.

Náttfaravöllur vígður á Melgerðismelum

Nýr hestvænn kynbótavöllur var vígður á Melgerðismelum þriðjudaginn 9. júní og nú stendur yfir kynbótasýning á vellinum.

Skeiðleikar - úrslit 100m skeið

Sigurður Sigurðarson á Drífu frá Hafsteinsstöðum sigraði 100m skeiðið á Skeiðleikum Skeiðfélagsins nú í kvöld á tímanum 7,55.

Skeiðleikar - úrslit 150m skeið

Það var Þráinn Ragnarsson sem sigraði 150m skeiðið í kvöld á tímanum 14,96, á hæla honum kom Teitur Árnason á tímanum 14,98 og þriðji varð Hinrik Bragason á tímanum 15,04.

Oliver frá Kvistum í rosadóm

Óliver frá Kvistum fór í rosadóm á kynbótasýningu á Vesturlandi í morgun. Hann fékk 8,93 fyrir hæfileika og 8,67 í aðaleinkunn. Knapi var Hinrik Bragason.

Skráning á úrtökumót fyrir HM09

Úrtakan vegna HM 2009 fer fram dagana 16. júní (fyrri hluti) og 18. júní (seinni hluti) á félagssvæði Fáks, Víðidal. Skráning er á skrifstofu LH til kl.16:00 föstudagsinn 12.júní.

Sigríkur Jónsson í fyrstu úrtökuna

Sigríkur Jónsson á Syðri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum ætlar að taka þátt í úrtöku fyrir HM2009 í Sviss. Hann keppir á hestinum Zorró frá Grímsstöðum í Landeyjum, Orrasyni frá Þúfu.

Freyðir í gæðingaskeiðið

Sigurður Sigurðarson segir mjög líklegt að hann muni skrá Freyði frá Hafsteinsstöðum í gæðingaskeið á HM úrtökunni sem fram fer 16. og 18. júní.

Diddi yngir upp

Sigurbjörn Bárðarson verður ekki sjálfur með hest í úrtöku fyrir HM2009 í Sviss. Hann er þó ekki alveg búinn að segja skilið við heimsmeistaramótin, því Sara dóttir hans mun taka þátt í úrtökunni í ungmennaflokki á töltaranum Nykur frá Hítarnesi.

Skeiðleikar - ráslistar

Aðrir Skeiðleikar Skeiðfélagsins verða haldnir að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi í kvöld klukkan 20:00.