Bestu stóðhestarnir verða áfram hér heima

„Ég held að við þurfum ekkert að óttast. Það er mjög sjaldgæft að óumdeildir kynbótahestar séu seldir úr landi,“ segir Hinrik Bragason, hrossaútflytjandi, knapi og ræktunarmaður. Töluverður skjálfti hefur gripið um sig meðal hestamanna vegna aukinnar sölu á stóðhestum til útlendinga.

Pétur A. Maack formaður Andvara

Pétur A. Maack var í gærkvöldi kosinn formaður Andavara á aðalfundi félagsins. Guðjón Gunnarsson var endurkjörinn í stjórn en aðrir stjórnarmenn eru nýir. Allar starfsnefndir félagsins voru mannaðar á aðalfundinum.

Verðum að standa vörð um æskulýðs- starfið

Íþrótta- og Ólympíusamand Íslands, ÍSÍ, stóð fyrir ráðstefnu um fjármál íþróttahreyfingarinnar síðastliðinn föstudag. Þar var lagt til að sérsamböndin endurskoðuðu fjárhagsáætlanir sínar í ljósi kreppunnar. Sérstaklega var hvatt til þess að samdráttur í tekjum bitnaði ekki á æskulýðsstarfinu.