Þátttökuréttur á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna

Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna hafa rétt til þátttöku efstu pör á stöðulista sem metinn er út frá árangri á löglegum mótum og gilda einkunnir pars frá fyrra og núverandi keppnistímabili í V1, F1, T1, T2, PP1, P1, P3 og P2. Par sem keppir til verðlauna um samanlagðan sigurvegara, þarf að hafa þátttökurétt í a.m.k. einni grein og eigi jafnframt skráðan árangur í öðrum greinum sem telja til samanlagðra verðlauna. 

Í fullorðinsflokki eiga 30 efstu pör rétt á þátttöku og 20 efstu pör í ungmennaflokki í hringvallagreinum.

Stöðulistar að lokinni forkeppni í íþróttagreinum og skeiðgreinum á landsmóti liggja fyrir og eru aðgengilegir á vef LH, þar er einnig listi yfir pör sem eru næst inn á stöðulista og biðjum við þá knapa að vera tilbúnir að bregðast við ef sæti losnar.

Stöðulistar í flokki fullorðinna

Stöðulistar í ungmennaflokki

Endanlegur stöðulisti verður gefinn út fimmtudaginn 14. júlí. Skráning á Íslandsmót verður opin í Sportfeng föstudaginn 15. júlí fyrir knapa á stöðulistum.

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna verður haldið á Rangárbökkum dagana 20. til 24. júlí nk.